Gunnar Bragi utanríkisráðherra: "Alvöru hlé“ á viðræðum við ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2013 22:41 Gunnar Bragi Sveinsson, nýr utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks- og Sjálfstæðisflokks, segist spenntur að taka við verkefninu. Hann segir að gert verði „alvöru hlé“ á aðildarviðræðum við ESB í samræmi við stefnu flokkanna. Gunnar Bragi er 44 ára gamall og frá Sauðárkróki. Líkt og aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins sest hann í ríkisstjórn í fyrsta sinn, en hefur setið á þingi frá 2009 og var áður formaður þingflokks Framsóknar. „Ég ætla ekki að lýsa einhverju stóru yfir svona nokkrum mínútum eftir að hafa verið tilnefndur sem ráðherra, en það er alveg ljóst að samkvæmt sáttmálanum sem þessir tveir flokkar hafa gert, þá verður gert alvöru hlé á þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi, aðspurður um orðalagið að gera hlé, en eins og flestum er kunnugt var fráfarandi ríkisstjórn búin að gera hlé á aðildarviðræðunum við ESB, svo fljótt á litið hefði „hlé“ ekki falið í sér efnislega breytingu frá ríkjandi ástandi í aðildarferlinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna tveggja kemur fram að úttekt verði gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan Evrópusambandsins. Úttektin verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi segir að það verði m.a sitt verkefni sem utanríkisráðherra að leiða þessi verkefni til lykta. Verkefni tengd aðildarumsókninni og stöðvun viðræðna séu þó ekki einu áskoranir nýs ráðherra. „Það eru vitanlega mörg verkefni í þessu ráðuneyti og það verður gaman og mikil áskorun að takast á við verkefni sem snýr að Norðurslóðum og bæta samskipti í vestur og austur og allar áttir,“ segir nýr utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson. Sjá má sjónvarpsviðtal við ráðherrann sem tekið var eftir þingflokksfundinn í kvöld, með því að smella á hlekk hér fyrir ofan eða hér. Þar ræðir hann ESB, málefni Kína og utanríkisstefnu forsetans, hugsanlegan niðurskurð í utanríkisþjónustunni og fleira. Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, nýr utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks- og Sjálfstæðisflokks, segist spenntur að taka við verkefninu. Hann segir að gert verði „alvöru hlé“ á aðildarviðræðum við ESB í samræmi við stefnu flokkanna. Gunnar Bragi er 44 ára gamall og frá Sauðárkróki. Líkt og aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins sest hann í ríkisstjórn í fyrsta sinn, en hefur setið á þingi frá 2009 og var áður formaður þingflokks Framsóknar. „Ég ætla ekki að lýsa einhverju stóru yfir svona nokkrum mínútum eftir að hafa verið tilnefndur sem ráðherra, en það er alveg ljóst að samkvæmt sáttmálanum sem þessir tveir flokkar hafa gert, þá verður gert alvöru hlé á þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi, aðspurður um orðalagið að gera hlé, en eins og flestum er kunnugt var fráfarandi ríkisstjórn búin að gera hlé á aðildarviðræðunum við ESB, svo fljótt á litið hefði „hlé“ ekki falið í sér efnislega breytingu frá ríkjandi ástandi í aðildarferlinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna tveggja kemur fram að úttekt verði gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan Evrópusambandsins. Úttektin verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi segir að það verði m.a sitt verkefni sem utanríkisráðherra að leiða þessi verkefni til lykta. Verkefni tengd aðildarumsókninni og stöðvun viðræðna séu þó ekki einu áskoranir nýs ráðherra. „Það eru vitanlega mörg verkefni í þessu ráðuneyti og það verður gaman og mikil áskorun að takast á við verkefni sem snýr að Norðurslóðum og bæta samskipti í vestur og austur og allar áttir,“ segir nýr utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson. Sjá má sjónvarpsviðtal við ráðherrann sem tekið var eftir þingflokksfundinn í kvöld, með því að smella á hlekk hér fyrir ofan eða hér. Þar ræðir hann ESB, málefni Kína og utanríkisstefnu forsetans, hugsanlegan niðurskurð í utanríkisþjónustunni og fleira.
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira