Innlent

Ingólfur Geir kominn í grunnbúðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessi mynd var tekin af Ingólfi með íslenska fánann á toppnum.
Þessi mynd var tekin af Ingólfi með íslenska fánann á toppnum.

Ingólfur Geir Gissurarson, sem komst í gær á topp Everest, kom í dag niður í grunnbúðir. Hann er við fína heilsu. Á morgun verður haldið af stað niður úr grunnbúðum áleiðis til Lukla þaðan sem flogið verður til Katmandu á mánudaginn. Áætluð heimkoma er miðvikudaginn 29. maí, en þann dag fyrir sextíu árum gekk fyrsti maðurinn á Everest.

Fjallamaðurinn Leifur Örn Svavarsson komst á topp Everest fjalls nótt. Hann fór norðanmegin fyrstur Íslendinga og um leið sjötti Íslendingurinn til að ná toppi fjallsins, eftir því sem kemur fram á vefnum Everest 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×