Innlent

Hæstiréttur staðfesti í dag að íslenska ríkið skyldi greiða manni bætur

Lögreglumenn að störfum í Smáíbúðahverfi .
Lögreglumenn að störfum í Smáíbúðahverfi .

Hæstiréttur staðfesti í dag að íslenska ríkið skyldi greiða manni bætur sem sætti gæsluvarðhaldi vegna skotárásar sem varð í Smáíbúðahverfinu á aðfangadag jóla árið 2010. Maðurinn var handtekinn og um jólin og sætti gæsluvarðhaldi þangað til dómur féll í máli hans í lok mars 2011.

Maðurinn taldi að á sér hefði verið brotið með handtökunni og gæsluvarðhaldi sem hann var látinn sæta. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur komust að því að maðurinn hefði veri ófús til að skýra rétt frá og lýsa sínum þætti í málinu þegar skýrslur voru teknar af honum. Þótti maðurinn því í upphafi hafa stuðlað að því að hann yrði handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir að hann var handtekinn 25. desember 2010 allt til 4. janúar 2011 á grundvelli laga um meðferð sakamála. Hæstiréttur telur því að maðurinn hafi ekki átt rétt á bótum fyrir gæsluvarðhald að ósekju fyrir þann tíma.

Hins vegar þótti þáttur mannsins hafa verið upplýstur að mestu frá 4. janúar og ekkert fram komið sem sýndi fram á að framganga hans hefði gefið tilefni til áframhaldandi gæsluvarðhalds eftir þann tíma. Voru manninum því dæmdar skaðabætur vegna miska og fjártjóns samtals að fjárhæð 2.130.600 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×