Innlent

Kornrækt í tómu tjóni

Kornrækt á Norðurlandi verður vart svipur hjá sjón í sumar, vegna snjóalaga, sem enn liggja víða yfir túnum.
Kornrækt á Norðurlandi verður vart svipur hjá sjón í sumar, vegna snjóalaga, sem enn liggja víða yfir túnum.

Útlit er fyrir að kornrækt á Norðurlandi verði ekki svipur hjá sjón í sumar, vegna snjóalaga, sem enn liggja víða yfir túnum, eða mikillar bleytu í jarðvegi, þar sem snjórinn er á annað borð bráðnaður. Kornræktin hefur verið í örum vexti síðustu misserin, enda sparar kornið bændum kaup á innfluttu kjarnfóðri. Í eðlilegu árferði  væru bændur farnir að sá í akra sína þessa dagana, líkt og bændur á Suður- og Vesturlandi eru þegar farnir að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×