Innlent

Ný ríkisstjórn hóf fund klukkan 13

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd/ Daníel.

Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan eitt í dag. Þetta er fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar, undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en venju samkvæmt er dagskrá fundarins ekki gefin upp fyrr en að loknum fundi.

Gengið hefur verið frá ráðningu Jóhannesar Þórs Skúlasonar, sem aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, en Jóhannes var einnig aðstoðarmaður Sigmundar áður en hann varð forsætisráðherra. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar um það hvort Bjarni Benediktsson hafi ráðið Svanhildi Hólm sem aðstoðarmann sinn í fjármálaráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×