Innlent

Hrelldi hóp af skólakrökkum með glæfralegum akstri

Lögreglan gómaði piltinn og ræddi alvarlega við hann.
Lögreglan gómaði piltinn og ræddi alvarlega við hann.

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði upp á sautján ára ökumanni sem hafði gert sér það að leik að hrella hóp af skólakrökkum með því að keyra glæfralega að þeim þar sem þau voru á gangi í Herjólfsdal.

Lögreglan hafði upp á piltinum skömmu eftir að tilkynning um þetta barst og kom þá í ljós að um sautján ára pilt væri að ræða.

Í dagbók lögreglu segir að lögreglan hafi rætt alvarlega við ökumanninn um athæfið og að auki hafi verið haft samband við foreldra drengsins og þeir upplýstir um gjarðir hans.

Að lokum var atvikið tilkynnt til félagsmálayfirvalda í ljós ungs aldurs piltsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×