Innlent

Heilsuhlaupið á morgun

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður haldið í tuttugasta og annað sinn á morgun. Hlaupið er ekki fjáröflun heldur til þess gert að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar.

 

Hægt verður að velja á milli 3. kílómetra skokks eða göngu og  10 kílómetra hlaups fyrir þá vanari. Þar að auki verður fjölskylduvæn dagskrá í boði þar sem Skólahreysti sér um skemmtun fyrir yngri þáttakendur. Að hlaupi loknu verður þáttakendum boðið upp á rjúkandi heita súpu frá HAPP.

 

Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari og veðurfréttkona, vill benda fólki á að þó að spáin geri ráð fyrir rigningu og roki yfir daginn á morgun lítur allt út fyrir að veðrið annað kvöld verði prýðilegt.

 

Ísland í dag kynnti sér málið í gær. Hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×