Innlent

Segja að það þurfi að bregðast við viðvarandi hallarekstri Akranesbæjar

Akranes.
Akranes. Mynd / GVA

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi gagnrýndu meirihluta bæajrstjórnar, sem samanstendur af bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar, óháðra, og Vinstri grænna, harðlega fyrir viðvarandi hallarekstur á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í gær.

Þar var ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir síðasta ár tekinn fyrir.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu meðal annars á í umræðunni um A-hluta ársreikningsins, að fyrstu tvö heilu ár valdatíma núverandi meirihluta hefur halli á rekstri Akraneskaupstaðar verið tæplega hálfur milljarður, eða 456 milljónir krónur.

Svo segir í bókun sem Einar Brandsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram:

„Bæjarfulltrúar meirihlutans verða að bregðast nú þegar við í rekstri sveitarfélagsins og horfast í augu við þær staðreyndir sem ársreikningurinn leiðir í ljós svo ekki þurfi að koma til afskipta eftirlitsnefndar sveitarfélaga vegna viðvarandi hallareksturs.“

Þessu mótmælti meirihluti bæjarstjórnar en í bókun Sveins Kristinssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og forseta bæjarstjórnar, segir meðal annars: 

„Ársreikningurinn sýnir  þær rekstrareiningar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess þ.e. A og B hluta, sbr. 60.gr sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Fjárhagslegur styrkur Akraneskaupstaðar er góður hvort sem litið er til eiginfjárstöðu eða hefðbundinna skuldaþekjuhlutfalla.

Skuldahlutfall samstæðunnar er um 109% reiknað samkvæmt fjármálareglum sveitarfélaga, en þær kveða á um hámarkshlutfall sé innan 150% marka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×