Lífið

Svona býr súpermódel

Victoria’s Secret-fyrirsætan Adriana Lima er búin að setja íbúð sína í New York á sölu og er ásett verð 5,5 milljónir dollara, tæplega sjö hundruð milljónir króna.

Brasilíska bjútíið eyðir mestum tíma sínum í húsi í Miami með eiginmanni sínum Marko Jaric og börnunum þeirra tveimur en er búin að eiga íbúðina í stóra eplinu síðan árið 2003.

Ein vinsælasta fyrirsæta heims.

Glæsilegt útsýni er yfir Central Park og borgina úr íbúðinni og að sjálfsögðu er fataherbergi í henni.

Í húsinu sem íbúðin er í er líka líkamsræktarsalur, sundlaug, sauna, veitingastaður og herbergisþernur fyrir íbúana.

Hamingjusöm hjón.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.