Lífið

Dömpað í gegnum símann

Undur og stórmerki gerðust í raunveruleikaþættinum What Would Ryan Lochte Do? á dögunum en þættirnir fylgja Ólympíuhafanum Ryan Lochte eftir.

Ryan, sem er margverðlaunaður sundkappi, var úti að borða með vinum sínum þegar kærasta hans til fjögurra ára, Jaime Hollier, hringdi í hann. Samband þeirra hefur verið stormasamt en eftir nokkrar mínútur rak Ryan myndatökumenn í burtu og tók af sér hljóðnemann á meðan hann talaði við Jaime.

Ryan hatar ekki félagsskap kvenna.

Þegar hann var tilbúinn að tala aftur við þáttagerðarmennina kom í ljós að Jaime hafði hringt í hann til að segja honum upp. Nú taka eflaust margar stúlkur gleði sína en Ryan lýsti eitt sinn draumastúlkunni sinni í tímaritinu Cosmopolitan.

“Ég vil að hún sé sjálfstæð. Ég vil besta vin og elskhuga. Og hún verður að láta mig hlæja. Ég fíla fólk sem er sama um álit annarra.”

Í engu formi.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.