Innlent

Ekki grunur á að hætta sé á ferðum í Kópavogi

Jóhannes Stefánsson skrifar
Mengunin lék um lækinn
Mengunin lék um lækinn Mynd/ Hjálmar
Samkvæmt Guðmundi H. Einarssyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Kópavogs og Garðabæjar stendur rannsókn yfir á orsökum mengunarinnar sem var í Kópavogslæknum í gær. „Þetta er óeðlilegt, þetta á að vera hreinn og tær lækur þannig að við lítum á að þetta sé alvarlegt." Guðmundur telur þó ekki vera sérstaka hættu á ferðum fyrir menn.

Kópavogslækurinn var í gær áberandi mengaður, eins og kom fram í frétt Vísis í gær. Ekki liggur enn fyrir hvað það var sem orsakaði mengunina. Heilbrigðisyfirvöld gera ekki ráð fyrir að nein hætta sé á ferðum og engin viðvörun þess efnis hefur verið gefin út.

Heilbrigðiseftirlitið rannsakar nú málið og nýtur liðsinnis frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Ómars S. Ármannssonar, stöðvarstjóra á lögreglustöðinni í Kópavogi var ekki búið að staðfesta hvers kyns mengunin var en verið var að kanna nokkrar tilgátur. Mengunin varði í um sólarhring sem þykir benda til þess að eitthvað hafi runnið í lækinn í talsverðan tíma, án þess þó að nokkuð hafi enn fengist staðfest í þeim efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×