Íslenski boltinn

Kristinn skoraði flottasta markið

Það kom fáum á óvart að mark Kristins Jónssonar hafi verið kjörið besta mark annarrar umferðar Pepsi-deildar karla af lesendum Vísis.

Markið skorðai hann í 4-1 tapi Breiðabliks gegn ÍBV á sunnudagskvöldið en hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að skora fram hjá David James, markverði Eyjamanna.

Rúmlega 500 atkvæði bárust og fékk mark Kristins um 60 prósent þeirra. Það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Kosning fyrir besta mark þriðju umferðarinnar hefst á morgun hér á Vísi.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×