Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó - Keflavík 1-3 Kári Viðarsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 16. maí 2013 16:39 Mynd/Valli Þrjú mörk á síðasta hálftímanum tryggðu Keflavík 3-1 sigur á Víkingi í Ólafsvík í 3. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingur er enn stigalaus á botni deildarinnar en gestirnir nældu í sín fyrstu stig í sumar. Keflvíkingar sneru taflinu sér í vil og náðu í þrjú mikilvæg stig í Ólafsvík í dag. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en eftir að Keflvíkingar komust yfir héldu þeir í taumana og kláruðu leikinn án þess að heimamenn veittu þeim mikla mótspyrnu. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og áttu fyrri hluta fyrri hálfleiks skuldlaust. Þeir uppskáru mark strax á þriðju mínútu. Eyþór Helgi átti þá frábæran sprett upp kantinn, lék vörn Keflvíkinga grátt, lagði knöttinn út á Björn Pálsson sem átti ekki í miklum vandræðum með að klára færið. Örfáum andartökum síðar voru Víkingar óheppnir að bæta ekki við marki þegar skot Eldars Macic hafnaði í markstöng Keflvíkinga sem á þessum tímapunkti virtust hreinlega ekki mættir í leikinn. Leikurinn jafnaðist síðan út og var hin besta skemmtun þrátt fyrir að færin hefði vantað. Forysta Víkingsmanna í hálfleik var verðskulduð, þrátt fyrir að Keflvíkingar væru að komast betur og betur inn í leikinn. Víkingar hófu seinni hálfleik á sama hátt og þeir hófu þann fyrri. Fyrsta korterið fengu þeir nokkur færi til þess að bæta marki við en þeim virtist fyrirmunað að hitta rammann. Á 63 mínútu leiksins gerðu Keflvíkingar skiptingu sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Magnús Þórir Matthíasson var aðeins búinn að vera inni á vellinum í rúma mínútu þegar hann fékk boltann á vinstri kantinum, smellti fyrirgjöf beint á tærnar á Jóhanni Birni sem var einn á auðum sjó í teig heimamanna og setti knöttinn rakleiðis í netið. Smekklegt mark hjá gestunum en gegn gangi leiksins. Fimm mínútum síðar gerðist Tomaz Luba, leikmaður Víkings, sekur um að handleika knöttinn í sínum eigin vítateig. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, benti réttlega á punktinn. Markvörður Víkingsmanna hafði fingurgóma á boltanum en það var ekki nóg því hann söng samt sem áður í netinu. Eftir að Keflvíkingar komust yfir óx þeim ásmegin og náðu góðum tökum á leiknum. Heimamenn virtust, að sama skapi, missa alla trú á verkefninu og sóknartilburðir þeirra það sem eftir lifði leiksins voru ekki uppá marga fiska. Á síðustu mínútu leiksins kórónaði Magnús Þórir svo frábæra innkomu sína er hann klíndi boltanum í netið með bros á vör og þar með var sigur Keflvíkinga innsiglaður.Zoran Daníel Ljubicic: Þurftum Magnús til að breyta leiknumÞjálfari Keflvíkinga var heilt yfir sáttur við leik sinna manna í dag ef frá er talin byrjun leiksins þar sem hans menn voru lengi í gang. „Við byrjum leikinn ekki vel og leyfðum Víkingsmönnum að skora eitt mark en eftir það fannst mér taka öll völd á vellinum. Víkingsmenn bökkuðu þá og reyndu að beita skyndisóknum en mér fannst við vera að spila vel. Við sköpuðum kannski ekki mörg færi en spilamennskan hjá liðinu var góð," sagði Zoran. „Við vorum að komast vel upp völlinn en síðasta sendingin var oft ekki nógu góð. Menn voru að taka ákvaðanir alltof fljótt og við náðum því ekki að skapa okkur góð færi í fyrri hálfleik," sagði Zoran og taldi sitt lið hafa átt sigurinn skilinn. Magnús Þórir átti frábæra innkomu í leiknum og Zoran var ánægður með hans framlag. „Á þessu mómenti í leiknum þurftum við einhvern sem getur komið inn á og breytt gangi leiksins og Magnús Þórir er þannig leikmaður. Hann gerði virkilega vel í dag og ég er mjög ánægður með hans frammistöðu."Magnús Þórir: Vona bara að ég verði í byrjunarliðinu í næsta leikMagnús Þórir Matthíasson átti sannarlega mjög góða innkomu í leikinn og var að vonum sáttur við sinn hlut. „Mér líður gríðarlega vel og það er þungu fargi af okkur öllum létt. Við komum á erfiðann útivöll og náðum í þrjú stig. Það eru allir sáttir við það," sagði varamaðurinn. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og í dag gekk allt upp. Ég vona bara að ég verði í byrjunarliðinu í næsta leik."Ejub Purisevic: Get ekki útskýrt vítið„Mér fannst við byrja vel og við vorum mjög óheppnir að komast ekki í eitt eða tvö núll. Svo fá þeir mark úr sínu fyrsta skoti," sagði Ejub svekktur. „Við áttum klárlega nokkur færi þar sem okkur vantaði bara að hitta á markið. Kannski voru einhverjir ekki alveg tilbúnir í verkefnið og þá ganga hlutirnir ekki upp." Aðspurður um vítið sem hans menn fengu á sig átti Ejub engin svör. "Vítið... ég get varla útskýrt hvað manni dettur í hug til þess að gera þetta." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Þrjú mörk á síðasta hálftímanum tryggðu Keflavík 3-1 sigur á Víkingi í Ólafsvík í 3. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingur er enn stigalaus á botni deildarinnar en gestirnir nældu í sín fyrstu stig í sumar. Keflvíkingar sneru taflinu sér í vil og náðu í þrjú mikilvæg stig í Ólafsvík í dag. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en eftir að Keflvíkingar komust yfir héldu þeir í taumana og kláruðu leikinn án þess að heimamenn veittu þeim mikla mótspyrnu. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og áttu fyrri hluta fyrri hálfleiks skuldlaust. Þeir uppskáru mark strax á þriðju mínútu. Eyþór Helgi átti þá frábæran sprett upp kantinn, lék vörn Keflvíkinga grátt, lagði knöttinn út á Björn Pálsson sem átti ekki í miklum vandræðum með að klára færið. Örfáum andartökum síðar voru Víkingar óheppnir að bæta ekki við marki þegar skot Eldars Macic hafnaði í markstöng Keflvíkinga sem á þessum tímapunkti virtust hreinlega ekki mættir í leikinn. Leikurinn jafnaðist síðan út og var hin besta skemmtun þrátt fyrir að færin hefði vantað. Forysta Víkingsmanna í hálfleik var verðskulduð, þrátt fyrir að Keflvíkingar væru að komast betur og betur inn í leikinn. Víkingar hófu seinni hálfleik á sama hátt og þeir hófu þann fyrri. Fyrsta korterið fengu þeir nokkur færi til þess að bæta marki við en þeim virtist fyrirmunað að hitta rammann. Á 63 mínútu leiksins gerðu Keflvíkingar skiptingu sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Magnús Þórir Matthíasson var aðeins búinn að vera inni á vellinum í rúma mínútu þegar hann fékk boltann á vinstri kantinum, smellti fyrirgjöf beint á tærnar á Jóhanni Birni sem var einn á auðum sjó í teig heimamanna og setti knöttinn rakleiðis í netið. Smekklegt mark hjá gestunum en gegn gangi leiksins. Fimm mínútum síðar gerðist Tomaz Luba, leikmaður Víkings, sekur um að handleika knöttinn í sínum eigin vítateig. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, benti réttlega á punktinn. Markvörður Víkingsmanna hafði fingurgóma á boltanum en það var ekki nóg því hann söng samt sem áður í netinu. Eftir að Keflvíkingar komust yfir óx þeim ásmegin og náðu góðum tökum á leiknum. Heimamenn virtust, að sama skapi, missa alla trú á verkefninu og sóknartilburðir þeirra það sem eftir lifði leiksins voru ekki uppá marga fiska. Á síðustu mínútu leiksins kórónaði Magnús Þórir svo frábæra innkomu sína er hann klíndi boltanum í netið með bros á vör og þar með var sigur Keflvíkinga innsiglaður.Zoran Daníel Ljubicic: Þurftum Magnús til að breyta leiknumÞjálfari Keflvíkinga var heilt yfir sáttur við leik sinna manna í dag ef frá er talin byrjun leiksins þar sem hans menn voru lengi í gang. „Við byrjum leikinn ekki vel og leyfðum Víkingsmönnum að skora eitt mark en eftir það fannst mér taka öll völd á vellinum. Víkingsmenn bökkuðu þá og reyndu að beita skyndisóknum en mér fannst við vera að spila vel. Við sköpuðum kannski ekki mörg færi en spilamennskan hjá liðinu var góð," sagði Zoran. „Við vorum að komast vel upp völlinn en síðasta sendingin var oft ekki nógu góð. Menn voru að taka ákvaðanir alltof fljótt og við náðum því ekki að skapa okkur góð færi í fyrri hálfleik," sagði Zoran og taldi sitt lið hafa átt sigurinn skilinn. Magnús Þórir átti frábæra innkomu í leiknum og Zoran var ánægður með hans framlag. „Á þessu mómenti í leiknum þurftum við einhvern sem getur komið inn á og breytt gangi leiksins og Magnús Þórir er þannig leikmaður. Hann gerði virkilega vel í dag og ég er mjög ánægður með hans frammistöðu."Magnús Þórir: Vona bara að ég verði í byrjunarliðinu í næsta leikMagnús Þórir Matthíasson átti sannarlega mjög góða innkomu í leikinn og var að vonum sáttur við sinn hlut. „Mér líður gríðarlega vel og það er þungu fargi af okkur öllum létt. Við komum á erfiðann útivöll og náðum í þrjú stig. Það eru allir sáttir við það," sagði varamaðurinn. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og í dag gekk allt upp. Ég vona bara að ég verði í byrjunarliðinu í næsta leik."Ejub Purisevic: Get ekki útskýrt vítið„Mér fannst við byrja vel og við vorum mjög óheppnir að komast ekki í eitt eða tvö núll. Svo fá þeir mark úr sínu fyrsta skoti," sagði Ejub svekktur. „Við áttum klárlega nokkur færi þar sem okkur vantaði bara að hitta á markið. Kannski voru einhverjir ekki alveg tilbúnir í verkefnið og þá ganga hlutirnir ekki upp." Aðspurður um vítið sem hans menn fengu á sig átti Ejub engin svör. "Vítið... ég get varla útskýrt hvað manni dettur í hug til þess að gera þetta."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira