Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó - Keflavík 1-3 Kári Viðarsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 16. maí 2013 16:39 Mynd/Valli Þrjú mörk á síðasta hálftímanum tryggðu Keflavík 3-1 sigur á Víkingi í Ólafsvík í 3. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingur er enn stigalaus á botni deildarinnar en gestirnir nældu í sín fyrstu stig í sumar. Keflvíkingar sneru taflinu sér í vil og náðu í þrjú mikilvæg stig í Ólafsvík í dag. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en eftir að Keflvíkingar komust yfir héldu þeir í taumana og kláruðu leikinn án þess að heimamenn veittu þeim mikla mótspyrnu. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og áttu fyrri hluta fyrri hálfleiks skuldlaust. Þeir uppskáru mark strax á þriðju mínútu. Eyþór Helgi átti þá frábæran sprett upp kantinn, lék vörn Keflvíkinga grátt, lagði knöttinn út á Björn Pálsson sem átti ekki í miklum vandræðum með að klára færið. Örfáum andartökum síðar voru Víkingar óheppnir að bæta ekki við marki þegar skot Eldars Macic hafnaði í markstöng Keflvíkinga sem á þessum tímapunkti virtust hreinlega ekki mættir í leikinn. Leikurinn jafnaðist síðan út og var hin besta skemmtun þrátt fyrir að færin hefði vantað. Forysta Víkingsmanna í hálfleik var verðskulduð, þrátt fyrir að Keflvíkingar væru að komast betur og betur inn í leikinn. Víkingar hófu seinni hálfleik á sama hátt og þeir hófu þann fyrri. Fyrsta korterið fengu þeir nokkur færi til þess að bæta marki við en þeim virtist fyrirmunað að hitta rammann. Á 63 mínútu leiksins gerðu Keflvíkingar skiptingu sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Magnús Þórir Matthíasson var aðeins búinn að vera inni á vellinum í rúma mínútu þegar hann fékk boltann á vinstri kantinum, smellti fyrirgjöf beint á tærnar á Jóhanni Birni sem var einn á auðum sjó í teig heimamanna og setti knöttinn rakleiðis í netið. Smekklegt mark hjá gestunum en gegn gangi leiksins. Fimm mínútum síðar gerðist Tomaz Luba, leikmaður Víkings, sekur um að handleika knöttinn í sínum eigin vítateig. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, benti réttlega á punktinn. Markvörður Víkingsmanna hafði fingurgóma á boltanum en það var ekki nóg því hann söng samt sem áður í netinu. Eftir að Keflvíkingar komust yfir óx þeim ásmegin og náðu góðum tökum á leiknum. Heimamenn virtust, að sama skapi, missa alla trú á verkefninu og sóknartilburðir þeirra það sem eftir lifði leiksins voru ekki uppá marga fiska. Á síðustu mínútu leiksins kórónaði Magnús Þórir svo frábæra innkomu sína er hann klíndi boltanum í netið með bros á vör og þar með var sigur Keflvíkinga innsiglaður.Zoran Daníel Ljubicic: Þurftum Magnús til að breyta leiknumÞjálfari Keflvíkinga var heilt yfir sáttur við leik sinna manna í dag ef frá er talin byrjun leiksins þar sem hans menn voru lengi í gang. „Við byrjum leikinn ekki vel og leyfðum Víkingsmönnum að skora eitt mark en eftir það fannst mér taka öll völd á vellinum. Víkingsmenn bökkuðu þá og reyndu að beita skyndisóknum en mér fannst við vera að spila vel. Við sköpuðum kannski ekki mörg færi en spilamennskan hjá liðinu var góð," sagði Zoran. „Við vorum að komast vel upp völlinn en síðasta sendingin var oft ekki nógu góð. Menn voru að taka ákvaðanir alltof fljótt og við náðum því ekki að skapa okkur góð færi í fyrri hálfleik," sagði Zoran og taldi sitt lið hafa átt sigurinn skilinn. Magnús Þórir átti frábæra innkomu í leiknum og Zoran var ánægður með hans framlag. „Á þessu mómenti í leiknum þurftum við einhvern sem getur komið inn á og breytt gangi leiksins og Magnús Þórir er þannig leikmaður. Hann gerði virkilega vel í dag og ég er mjög ánægður með hans frammistöðu."Magnús Þórir: Vona bara að ég verði í byrjunarliðinu í næsta leikMagnús Þórir Matthíasson átti sannarlega mjög góða innkomu í leikinn og var að vonum sáttur við sinn hlut. „Mér líður gríðarlega vel og það er þungu fargi af okkur öllum létt. Við komum á erfiðann útivöll og náðum í þrjú stig. Það eru allir sáttir við það," sagði varamaðurinn. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og í dag gekk allt upp. Ég vona bara að ég verði í byrjunarliðinu í næsta leik."Ejub Purisevic: Get ekki útskýrt vítið„Mér fannst við byrja vel og við vorum mjög óheppnir að komast ekki í eitt eða tvö núll. Svo fá þeir mark úr sínu fyrsta skoti," sagði Ejub svekktur. „Við áttum klárlega nokkur færi þar sem okkur vantaði bara að hitta á markið. Kannski voru einhverjir ekki alveg tilbúnir í verkefnið og þá ganga hlutirnir ekki upp." Aðspurður um vítið sem hans menn fengu á sig átti Ejub engin svör. "Vítið... ég get varla útskýrt hvað manni dettur í hug til þess að gera þetta." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Þrjú mörk á síðasta hálftímanum tryggðu Keflavík 3-1 sigur á Víkingi í Ólafsvík í 3. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingur er enn stigalaus á botni deildarinnar en gestirnir nældu í sín fyrstu stig í sumar. Keflvíkingar sneru taflinu sér í vil og náðu í þrjú mikilvæg stig í Ólafsvík í dag. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en eftir að Keflvíkingar komust yfir héldu þeir í taumana og kláruðu leikinn án þess að heimamenn veittu þeim mikla mótspyrnu. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og áttu fyrri hluta fyrri hálfleiks skuldlaust. Þeir uppskáru mark strax á þriðju mínútu. Eyþór Helgi átti þá frábæran sprett upp kantinn, lék vörn Keflvíkinga grátt, lagði knöttinn út á Björn Pálsson sem átti ekki í miklum vandræðum með að klára færið. Örfáum andartökum síðar voru Víkingar óheppnir að bæta ekki við marki þegar skot Eldars Macic hafnaði í markstöng Keflvíkinga sem á þessum tímapunkti virtust hreinlega ekki mættir í leikinn. Leikurinn jafnaðist síðan út og var hin besta skemmtun þrátt fyrir að færin hefði vantað. Forysta Víkingsmanna í hálfleik var verðskulduð, þrátt fyrir að Keflvíkingar væru að komast betur og betur inn í leikinn. Víkingar hófu seinni hálfleik á sama hátt og þeir hófu þann fyrri. Fyrsta korterið fengu þeir nokkur færi til þess að bæta marki við en þeim virtist fyrirmunað að hitta rammann. Á 63 mínútu leiksins gerðu Keflvíkingar skiptingu sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Magnús Þórir Matthíasson var aðeins búinn að vera inni á vellinum í rúma mínútu þegar hann fékk boltann á vinstri kantinum, smellti fyrirgjöf beint á tærnar á Jóhanni Birni sem var einn á auðum sjó í teig heimamanna og setti knöttinn rakleiðis í netið. Smekklegt mark hjá gestunum en gegn gangi leiksins. Fimm mínútum síðar gerðist Tomaz Luba, leikmaður Víkings, sekur um að handleika knöttinn í sínum eigin vítateig. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, benti réttlega á punktinn. Markvörður Víkingsmanna hafði fingurgóma á boltanum en það var ekki nóg því hann söng samt sem áður í netinu. Eftir að Keflvíkingar komust yfir óx þeim ásmegin og náðu góðum tökum á leiknum. Heimamenn virtust, að sama skapi, missa alla trú á verkefninu og sóknartilburðir þeirra það sem eftir lifði leiksins voru ekki uppá marga fiska. Á síðustu mínútu leiksins kórónaði Magnús Þórir svo frábæra innkomu sína er hann klíndi boltanum í netið með bros á vör og þar með var sigur Keflvíkinga innsiglaður.Zoran Daníel Ljubicic: Þurftum Magnús til að breyta leiknumÞjálfari Keflvíkinga var heilt yfir sáttur við leik sinna manna í dag ef frá er talin byrjun leiksins þar sem hans menn voru lengi í gang. „Við byrjum leikinn ekki vel og leyfðum Víkingsmönnum að skora eitt mark en eftir það fannst mér taka öll völd á vellinum. Víkingsmenn bökkuðu þá og reyndu að beita skyndisóknum en mér fannst við vera að spila vel. Við sköpuðum kannski ekki mörg færi en spilamennskan hjá liðinu var góð," sagði Zoran. „Við vorum að komast vel upp völlinn en síðasta sendingin var oft ekki nógu góð. Menn voru að taka ákvaðanir alltof fljótt og við náðum því ekki að skapa okkur góð færi í fyrri hálfleik," sagði Zoran og taldi sitt lið hafa átt sigurinn skilinn. Magnús Þórir átti frábæra innkomu í leiknum og Zoran var ánægður með hans framlag. „Á þessu mómenti í leiknum þurftum við einhvern sem getur komið inn á og breytt gangi leiksins og Magnús Þórir er þannig leikmaður. Hann gerði virkilega vel í dag og ég er mjög ánægður með hans frammistöðu."Magnús Þórir: Vona bara að ég verði í byrjunarliðinu í næsta leikMagnús Þórir Matthíasson átti sannarlega mjög góða innkomu í leikinn og var að vonum sáttur við sinn hlut. „Mér líður gríðarlega vel og það er þungu fargi af okkur öllum létt. Við komum á erfiðann útivöll og náðum í þrjú stig. Það eru allir sáttir við það," sagði varamaðurinn. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og í dag gekk allt upp. Ég vona bara að ég verði í byrjunarliðinu í næsta leik."Ejub Purisevic: Get ekki útskýrt vítið„Mér fannst við byrja vel og við vorum mjög óheppnir að komast ekki í eitt eða tvö núll. Svo fá þeir mark úr sínu fyrsta skoti," sagði Ejub svekktur. „Við áttum klárlega nokkur færi þar sem okkur vantaði bara að hitta á markið. Kannski voru einhverjir ekki alveg tilbúnir í verkefnið og þá ganga hlutirnir ekki upp." Aðspurður um vítið sem hans menn fengu á sig átti Ejub engin svör. "Vítið... ég get varla útskýrt hvað manni dettur í hug til þess að gera þetta."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira