Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 0-1 Stefán Árni Pálsson á Fylkisvelli skrifar 16. maí 2013 16:41 Stjarnan vann frábæran sigur á Fylki 1-0 í Lautinni í kvöld. Eina mark leiksins gerði Kennie Knak Chopart í liði Stjörnunnar en hann kom inná sem varamaður í síðari hálfleiknum. Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin í vandræðum með að skapa sér færi. Fylkismenn voru ívið betri og ákveðnari í sínum aðgerðum en það voru samt Stjörnumenn sem fengu langbesta færi fyrri hálfleiksins á 13. mínútu leiksins þegar Garðar Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, slapp einn í gegn um vörn Fylkis eftir fínan samleik við samherja sinn Veigar Pál Gunnarsson. Garðar fékk of langan tíma og pressan fór með hann í gönur. Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, varði laust skot hann auðveldlega en fleiri færi litu ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum og því 0-0 í hálfleik. Stjarnan var mun betri aðilinn til að byrja með í síðari hálfleiknum og náðu að skapa sér nokkur ákjósanleg færi en samt sem áður vildi boltinn ekki inn. Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, hélt liðinu inn í leiknum stóran hluta af síðari hálfleiknum og varði ítrekað vel. Markið lá lengi vel í loftinu og kom loksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Kennie Knak Chopart skoraði frábært mark eftir sendingu frá Veigari Páli samherja sínum. Fylkismenn náðu ekki að jafna metin og unnu Stjörnumenn að lokum leikinn 1-0.Það er hægt að sjá viðtölin með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Logi: Sex stig eftir þrjár umferðir ásættanlegt„Loksins datt markið fyrir okkur í síðari hálfleiknum,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum rosalega daufir í fyrri hálfleiknum og það var eins og menn væru bara að bíða eftir því að einhver myndi taka af skarið.“ „Það var síðan allt annað að sjá liðið í þeim síðari og við hefðum átt að gera fleiri mörk.“ „Ég er sáttur með standið á liðinu í dag og sex stig eftir þrjár umferðir í ásættanlegt.“Ásmundur: Þeir náðu að kreista út markið sem þurfti„Þessi leikur var virkilega kaflaskiptur en við vorum mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum,“ sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Við vorum skapandi og vinnusamir og fengum fullt af hálffærum en náðum ekki að nýta okkur þau. Við hefðum þurft að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum þar sem við vissum að þeir myndu mæta alveg dýrvitlausir út í þann síðari.“ „Seinni hálfleikurinn var kannski frekar þeim megin, en sanngjarnt og ekki sanngjarnt, þeir náðu að kreista út þetta mark sem þeir þurftu.“ „Við verðum að fara bæta okkar varnarleik í föstum leikatriðum og menn verða að vera mun einbeittari í sinni nálgun á vellinum.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Veigar: Ég á eftir að verða betri„Það má segja að þetta hafi verið baráttusigur,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Það vantaði samt heldur betur baráttuna í okkur í fyrri hálfleiknum og sem betur fer náðum við að bæta úr því.“ „Við komum dýrvitlausir út í síðari hálfleikinn og uppskárum þrjú stig. Við vitum vel að við erum með fínt sóknarlið en ef baráttan er ekki í lagi þá fær hann ekki að njóta sín.“ „Ég er bara að finna mig vel á vellinum og þetta hefur verið að koma hjá mér, en ég á eftir að verða betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Veigar með því að ýta hér.Tryggvi: Við erum bara drullufúlir„Við erum bara með eitt stig eftir þrjá leiki og erum drullu fúlir yfir því,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Þetta hafa allt verið mjög spennandi leikir en það er samt okkur sjálfum að kenna að vera bara með eitt stig.“ „Við sofnum enn og aftur á verðinum í föstum leikatriðum og það er bara dýrkeypt.“ „Við vorum betri en þeir í fyrri hálfleiknum en það bara vantar einhvern neisti og vilja til þess að vinna í liðið.“ „Við þurfum að bæta okkur og sýna mun meiri greddu bæði fyrir fram okkar eigin mark og einnig fyrir fram mark andstæðingana.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Tryggva með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur á Fylki 1-0 í Lautinni í kvöld. Eina mark leiksins gerði Kennie Knak Chopart í liði Stjörnunnar en hann kom inná sem varamaður í síðari hálfleiknum. Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin í vandræðum með að skapa sér færi. Fylkismenn voru ívið betri og ákveðnari í sínum aðgerðum en það voru samt Stjörnumenn sem fengu langbesta færi fyrri hálfleiksins á 13. mínútu leiksins þegar Garðar Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, slapp einn í gegn um vörn Fylkis eftir fínan samleik við samherja sinn Veigar Pál Gunnarsson. Garðar fékk of langan tíma og pressan fór með hann í gönur. Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, varði laust skot hann auðveldlega en fleiri færi litu ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum og því 0-0 í hálfleik. Stjarnan var mun betri aðilinn til að byrja með í síðari hálfleiknum og náðu að skapa sér nokkur ákjósanleg færi en samt sem áður vildi boltinn ekki inn. Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, hélt liðinu inn í leiknum stóran hluta af síðari hálfleiknum og varði ítrekað vel. Markið lá lengi vel í loftinu og kom loksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Kennie Knak Chopart skoraði frábært mark eftir sendingu frá Veigari Páli samherja sínum. Fylkismenn náðu ekki að jafna metin og unnu Stjörnumenn að lokum leikinn 1-0.Það er hægt að sjá viðtölin með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Logi: Sex stig eftir þrjár umferðir ásættanlegt„Loksins datt markið fyrir okkur í síðari hálfleiknum,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum rosalega daufir í fyrri hálfleiknum og það var eins og menn væru bara að bíða eftir því að einhver myndi taka af skarið.“ „Það var síðan allt annað að sjá liðið í þeim síðari og við hefðum átt að gera fleiri mörk.“ „Ég er sáttur með standið á liðinu í dag og sex stig eftir þrjár umferðir í ásættanlegt.“Ásmundur: Þeir náðu að kreista út markið sem þurfti„Þessi leikur var virkilega kaflaskiptur en við vorum mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum,“ sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Við vorum skapandi og vinnusamir og fengum fullt af hálffærum en náðum ekki að nýta okkur þau. Við hefðum þurft að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum þar sem við vissum að þeir myndu mæta alveg dýrvitlausir út í þann síðari.“ „Seinni hálfleikurinn var kannski frekar þeim megin, en sanngjarnt og ekki sanngjarnt, þeir náðu að kreista út þetta mark sem þeir þurftu.“ „Við verðum að fara bæta okkar varnarleik í föstum leikatriðum og menn verða að vera mun einbeittari í sinni nálgun á vellinum.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Veigar: Ég á eftir að verða betri„Það má segja að þetta hafi verið baráttusigur,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Það vantaði samt heldur betur baráttuna í okkur í fyrri hálfleiknum og sem betur fer náðum við að bæta úr því.“ „Við komum dýrvitlausir út í síðari hálfleikinn og uppskárum þrjú stig. Við vitum vel að við erum með fínt sóknarlið en ef baráttan er ekki í lagi þá fær hann ekki að njóta sín.“ „Ég er bara að finna mig vel á vellinum og þetta hefur verið að koma hjá mér, en ég á eftir að verða betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Veigar með því að ýta hér.Tryggvi: Við erum bara drullufúlir„Við erum bara með eitt stig eftir þrjá leiki og erum drullu fúlir yfir því,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Þetta hafa allt verið mjög spennandi leikir en það er samt okkur sjálfum að kenna að vera bara með eitt stig.“ „Við sofnum enn og aftur á verðinum í föstum leikatriðum og það er bara dýrkeypt.“ „Við vorum betri en þeir í fyrri hálfleiknum en það bara vantar einhvern neisti og vilja til þess að vinna í liðið.“ „Við þurfum að bæta okkur og sýna mun meiri greddu bæði fyrir fram okkar eigin mark og einnig fyrir fram mark andstæðingana.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Tryggva með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki