Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 0-1 Stefán Árni Pálsson á Fylkisvelli skrifar 16. maí 2013 16:41 Stjarnan vann frábæran sigur á Fylki 1-0 í Lautinni í kvöld. Eina mark leiksins gerði Kennie Knak Chopart í liði Stjörnunnar en hann kom inná sem varamaður í síðari hálfleiknum. Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin í vandræðum með að skapa sér færi. Fylkismenn voru ívið betri og ákveðnari í sínum aðgerðum en það voru samt Stjörnumenn sem fengu langbesta færi fyrri hálfleiksins á 13. mínútu leiksins þegar Garðar Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, slapp einn í gegn um vörn Fylkis eftir fínan samleik við samherja sinn Veigar Pál Gunnarsson. Garðar fékk of langan tíma og pressan fór með hann í gönur. Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, varði laust skot hann auðveldlega en fleiri færi litu ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum og því 0-0 í hálfleik. Stjarnan var mun betri aðilinn til að byrja með í síðari hálfleiknum og náðu að skapa sér nokkur ákjósanleg færi en samt sem áður vildi boltinn ekki inn. Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, hélt liðinu inn í leiknum stóran hluta af síðari hálfleiknum og varði ítrekað vel. Markið lá lengi vel í loftinu og kom loksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Kennie Knak Chopart skoraði frábært mark eftir sendingu frá Veigari Páli samherja sínum. Fylkismenn náðu ekki að jafna metin og unnu Stjörnumenn að lokum leikinn 1-0.Það er hægt að sjá viðtölin með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Logi: Sex stig eftir þrjár umferðir ásættanlegt„Loksins datt markið fyrir okkur í síðari hálfleiknum,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum rosalega daufir í fyrri hálfleiknum og það var eins og menn væru bara að bíða eftir því að einhver myndi taka af skarið.“ „Það var síðan allt annað að sjá liðið í þeim síðari og við hefðum átt að gera fleiri mörk.“ „Ég er sáttur með standið á liðinu í dag og sex stig eftir þrjár umferðir í ásættanlegt.“Ásmundur: Þeir náðu að kreista út markið sem þurfti„Þessi leikur var virkilega kaflaskiptur en við vorum mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum,“ sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Við vorum skapandi og vinnusamir og fengum fullt af hálffærum en náðum ekki að nýta okkur þau. Við hefðum þurft að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum þar sem við vissum að þeir myndu mæta alveg dýrvitlausir út í þann síðari.“ „Seinni hálfleikurinn var kannski frekar þeim megin, en sanngjarnt og ekki sanngjarnt, þeir náðu að kreista út þetta mark sem þeir þurftu.“ „Við verðum að fara bæta okkar varnarleik í föstum leikatriðum og menn verða að vera mun einbeittari í sinni nálgun á vellinum.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Veigar: Ég á eftir að verða betri„Það má segja að þetta hafi verið baráttusigur,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Það vantaði samt heldur betur baráttuna í okkur í fyrri hálfleiknum og sem betur fer náðum við að bæta úr því.“ „Við komum dýrvitlausir út í síðari hálfleikinn og uppskárum þrjú stig. Við vitum vel að við erum með fínt sóknarlið en ef baráttan er ekki í lagi þá fær hann ekki að njóta sín.“ „Ég er bara að finna mig vel á vellinum og þetta hefur verið að koma hjá mér, en ég á eftir að verða betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Veigar með því að ýta hér.Tryggvi: Við erum bara drullufúlir„Við erum bara með eitt stig eftir þrjá leiki og erum drullu fúlir yfir því,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Þetta hafa allt verið mjög spennandi leikir en það er samt okkur sjálfum að kenna að vera bara með eitt stig.“ „Við sofnum enn og aftur á verðinum í föstum leikatriðum og það er bara dýrkeypt.“ „Við vorum betri en þeir í fyrri hálfleiknum en það bara vantar einhvern neisti og vilja til þess að vinna í liðið.“ „Við þurfum að bæta okkur og sýna mun meiri greddu bæði fyrir fram okkar eigin mark og einnig fyrir fram mark andstæðingana.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Tryggva með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur á Fylki 1-0 í Lautinni í kvöld. Eina mark leiksins gerði Kennie Knak Chopart í liði Stjörnunnar en hann kom inná sem varamaður í síðari hálfleiknum. Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin í vandræðum með að skapa sér færi. Fylkismenn voru ívið betri og ákveðnari í sínum aðgerðum en það voru samt Stjörnumenn sem fengu langbesta færi fyrri hálfleiksins á 13. mínútu leiksins þegar Garðar Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, slapp einn í gegn um vörn Fylkis eftir fínan samleik við samherja sinn Veigar Pál Gunnarsson. Garðar fékk of langan tíma og pressan fór með hann í gönur. Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, varði laust skot hann auðveldlega en fleiri færi litu ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum og því 0-0 í hálfleik. Stjarnan var mun betri aðilinn til að byrja með í síðari hálfleiknum og náðu að skapa sér nokkur ákjósanleg færi en samt sem áður vildi boltinn ekki inn. Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, hélt liðinu inn í leiknum stóran hluta af síðari hálfleiknum og varði ítrekað vel. Markið lá lengi vel í loftinu og kom loksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Kennie Knak Chopart skoraði frábært mark eftir sendingu frá Veigari Páli samherja sínum. Fylkismenn náðu ekki að jafna metin og unnu Stjörnumenn að lokum leikinn 1-0.Það er hægt að sjá viðtölin með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Logi: Sex stig eftir þrjár umferðir ásættanlegt„Loksins datt markið fyrir okkur í síðari hálfleiknum,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum rosalega daufir í fyrri hálfleiknum og það var eins og menn væru bara að bíða eftir því að einhver myndi taka af skarið.“ „Það var síðan allt annað að sjá liðið í þeim síðari og við hefðum átt að gera fleiri mörk.“ „Ég er sáttur með standið á liðinu í dag og sex stig eftir þrjár umferðir í ásættanlegt.“Ásmundur: Þeir náðu að kreista út markið sem þurfti„Þessi leikur var virkilega kaflaskiptur en við vorum mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum,“ sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Við vorum skapandi og vinnusamir og fengum fullt af hálffærum en náðum ekki að nýta okkur þau. Við hefðum þurft að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum þar sem við vissum að þeir myndu mæta alveg dýrvitlausir út í þann síðari.“ „Seinni hálfleikurinn var kannski frekar þeim megin, en sanngjarnt og ekki sanngjarnt, þeir náðu að kreista út þetta mark sem þeir þurftu.“ „Við verðum að fara bæta okkar varnarleik í föstum leikatriðum og menn verða að vera mun einbeittari í sinni nálgun á vellinum.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Veigar: Ég á eftir að verða betri„Það má segja að þetta hafi verið baráttusigur,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Það vantaði samt heldur betur baráttuna í okkur í fyrri hálfleiknum og sem betur fer náðum við að bæta úr því.“ „Við komum dýrvitlausir út í síðari hálfleikinn og uppskárum þrjú stig. Við vitum vel að við erum með fínt sóknarlið en ef baráttan er ekki í lagi þá fær hann ekki að njóta sín.“ „Ég er bara að finna mig vel á vellinum og þetta hefur verið að koma hjá mér, en ég á eftir að verða betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Veigar með því að ýta hér.Tryggvi: Við erum bara drullufúlir„Við erum bara með eitt stig eftir þrjá leiki og erum drullu fúlir yfir því,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Þetta hafa allt verið mjög spennandi leikir en það er samt okkur sjálfum að kenna að vera bara með eitt stig.“ „Við sofnum enn og aftur á verðinum í föstum leikatriðum og það er bara dýrkeypt.“ „Við vorum betri en þeir í fyrri hálfleiknum en það bara vantar einhvern neisti og vilja til þess að vinna í liðið.“ „Við þurfum að bæta okkur og sýna mun meiri greddu bæði fyrir fram okkar eigin mark og einnig fyrir fram mark andstæðingana.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Tryggva með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira