Innlent

Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Eskifirði um að framlengja gæsluvarðhald yfir manni, sem er grunaður um morð á Egilsstöðum í síðustu viku, um fjórar vikur.

Maðurinn á að hafa orðið granna sínum í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum að bana með hníf. Hinn grunaði hefur ekki játað brotið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Eskifirði, sem annast rannsókn málsins, miðar rannsókn vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×