Innlent

Reið kona réðist á lögreglumenn í Kópavogi

Kona veittist að lögreglumönnum á lögreglustöðinni í Kópavogi seint í gærkvöldi, en lögreglumenn höfðu skömmu áður haft afskipti af dóttir konunnar vegna umferðarlagabrots.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að konan var mjög ósátt við afskiptin af dóttur sinni og kom á lögreglustöðina og veittist að lögreglumönnum sem þar voru. Konan var handtekinn og vistuð í fangageymslu lögreglu og verður hún yfirheyrð síðar í dag vegna málsins.

Annars var gærkvöldið og nóttin fremur tíðindalaus hjá lögreglunni en þó var talsvert um útköll vegna hávaða í heimahúsum og útköll vegna ölvunar og smá pústra í miðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×