Ótrúlegur munnsöfnuður íslendinga á netinu 18. maí 2013 00:00 Stefnum vegna meiðyrða á netinu hefur fjölgað undanfarin ár segir Hæstaréttarlögmaður og sífellt fleiri leita réttar síns vegna meiðandi ummæla á veraldarvefnum. Slík dómsmál geti oft hlaupið á nokkrum milljónum. Netverjum hefur verið heitt í hamsi að undanförnu, annars vegar vegna ummæla Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um opnunartíma í ÁTVR og hins vegar vegna ljósvakapistils Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu þar sem hún skrifaði um sínar vangaveltur um Alex Fergusson knattspyrnustjóra Manchester United. Ummælin á netinu um þessar konur eru vægast sagt mjög harðorð. Áslaug Arna hefur verið kölluð heimsk og veruleikafirrt tík svo dæmi sé tekið. Kolbrún hefur verið kölluð froðuheili, fáviti, rugluð, fávís blaðakona, hálfviti og svo framvegis. Og þetta skrifar fólk kinnroðalaust undir nafni og margir kunna sér ekki hóf. Flest þessara ummæla eru rituð á athugasemdakerfi fjölmiðlanna sem birtast einnig á Facebook-síðum þeirra sem ritar þau. En hversu langt megum við ganga á netinu? „Það má í raun ekkert ganga lengra á netinu heldur en almennt. Þannig að það breytir engu hvort ummælin eru látin falla á netinu, í blaðagrein,í samtali manna á milli. Þegar þau hafa verið látin falla eða birta þá skiptir vettvangurinn ekki öllu máli," segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstarréttarlögmaður sem rekur núna 10 dómsmál vegna meiðyrða og helmingur þeirra er vegna ummæla á netinu. „Það er alveg augljós aukning á meiðyrðamálum sem eru rekin fyrir dómstólum. Það er alveg pottþétt." Lögin séu skýr og dómstólar hafi einnig fellt afgerandi dóma í þessum efnum en það virðist ekki hafa áhrif á suma netverja. Vilhjálmur segir mikilvægt að fólk hugsi sig um áður en það lætur falla meiðandi ummæli á netinu þar sem dómsmál geti orðið fólki dýrkeypt og oft hlaupið á nokkrum milljónum. „Fólk er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér áður en það slengir þessu fram þannig að ég held að það sé partur af þessu. Fólk passar sig ekki nógu vel," segir Vilhjálmur. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Stefnum vegna meiðyrða á netinu hefur fjölgað undanfarin ár segir Hæstaréttarlögmaður og sífellt fleiri leita réttar síns vegna meiðandi ummæla á veraldarvefnum. Slík dómsmál geti oft hlaupið á nokkrum milljónum. Netverjum hefur verið heitt í hamsi að undanförnu, annars vegar vegna ummæla Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um opnunartíma í ÁTVR og hins vegar vegna ljósvakapistils Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu þar sem hún skrifaði um sínar vangaveltur um Alex Fergusson knattspyrnustjóra Manchester United. Ummælin á netinu um þessar konur eru vægast sagt mjög harðorð. Áslaug Arna hefur verið kölluð heimsk og veruleikafirrt tík svo dæmi sé tekið. Kolbrún hefur verið kölluð froðuheili, fáviti, rugluð, fávís blaðakona, hálfviti og svo framvegis. Og þetta skrifar fólk kinnroðalaust undir nafni og margir kunna sér ekki hóf. Flest þessara ummæla eru rituð á athugasemdakerfi fjölmiðlanna sem birtast einnig á Facebook-síðum þeirra sem ritar þau. En hversu langt megum við ganga á netinu? „Það má í raun ekkert ganga lengra á netinu heldur en almennt. Þannig að það breytir engu hvort ummælin eru látin falla á netinu, í blaðagrein,í samtali manna á milli. Þegar þau hafa verið látin falla eða birta þá skiptir vettvangurinn ekki öllu máli," segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstarréttarlögmaður sem rekur núna 10 dómsmál vegna meiðyrða og helmingur þeirra er vegna ummæla á netinu. „Það er alveg augljós aukning á meiðyrðamálum sem eru rekin fyrir dómstólum. Það er alveg pottþétt." Lögin séu skýr og dómstólar hafi einnig fellt afgerandi dóma í þessum efnum en það virðist ekki hafa áhrif á suma netverja. Vilhjálmur segir mikilvægt að fólk hugsi sig um áður en það lætur falla meiðandi ummæli á netinu þar sem dómsmál geti orðið fólki dýrkeypt og oft hlaupið á nokkrum milljónum. „Fólk er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér áður en það slengir þessu fram þannig að ég held að það sé partur af þessu. Fólk passar sig ekki nógu vel," segir Vilhjálmur.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira