Íslenski boltinn

Týndi sonurinn snýr heim

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Andrés Már og Alfreð Finnbogason í góðum gír á Árbæjarvelli.
Andrés Már og Alfreð Finnbogason í góðum gír á Árbæjarvelli. Mynd/Stefán
Andrés Már Jóhannesson hefur verið lánaður til Fylkis frá norska félaginu Haugesund. Þetta kemur fram á vef norska félagsins í dag.

Andrés Már er uppalinn í Árbænum og sló í gegn með Fylki sumarið 2011. Frammistaða hans tryggði honum samning hjá norska félaginu. Meiðsli hafa plagað hann í vetur en hann er að komast á fulla ferð.

Lánssamningur Andrésar gildir frá 1. maí til 15. júlí. Andrés getur leyst af ýmsar stöður á vellinum en verður væntanlega í hlutverki miðjumanns eða hægri kantmanns hjá Fylki. Um mikinn og kærkominn liðsstyrk er að ræða fyrir Árbæinga.

Fylkir tekur á móti Val í 1. umferð Pepsi-deildar karla á Árbæjarvelli á mánudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×