Skattar og ríkisfjármál rædd yfir pönnsum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. maí 2013 22:52 Formennirnir fengu pönnukökur með kaffinu í dag. Mynd/Svanhildur Hólm Fundi formanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er lokið í dag og eru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson á leið í bæinn. Þetta var annar fundur formannanna í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra, og hafa þeir hreiðrað um sig í sumarbústað við Þingvallavatn ásamt aðstoðarmönnum sínum. „Við höfum byrjað á því að ræða þessi ár sem eru framundan. Hvað sé mikilvægast að hafa í huga og hvaða ráðstafanir sé nauðsynlegt að gera til þess að örva hagkerfið og loka fjárlagagatinu,“ segir Bjarni í samtali við fréttamann Vísis eftir það sem hann segir hafa verið árangursríkan fund. „Við erum ekki farnir að ræða útfærslur í neinum smáatriðum en tíminn hefur nýst vel til að fara yfir stóru myndina.“ Bjarni segir góðan samhljóm með þeim Sigmundi Davíð í helstu málaflokkum, og ríkisfjármál, skattar og efnahagsmál hafi verið rædd í víðu samhengi í dag. Enn eigi þeir eftir að fara nánar ofan í einstök atriði á borð við skuldamál heimilanna. Hann segist þó vongóður um að þeir muni ná saman í þeim málaflokki sem öðrum. „Það sem sameinar flokkana í skuldamálunum er að báðir flokkar telja nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða til að létta undir með heimilunum og taka á skuldavandanum. Það gefur mér ástæðu til að ætla að okkur muni takast að finna sameiginlegan flöt á því máli.“Einn dagur tekinn í einu Aðspurður hvort formennirnir hafi rætt skiptingu ráðuneyta og sjálft forsætisráðherraembættið segir Bjarni svo ekki vera. „Við höfum ekkert ákveðið varðandi fjölda ráðuneyta eða skiptingu þeirra milli flokkana í neinu samhengi. Það er vissulega hluti af þessum viðræðum og það kemur að því að við tökum á þeim málum, en fyrst þurfa menn að ná sameiginlegri sýn á málefnin.“ Bjarni segir formennina ekki hafa sett sér strangan tímaramma á viðræðurnar og þeir taki einn dag í einu. „Þó er það mitt mat að öðru hvorum megin við helgina hljóti að vera hægt að fá skýra mynd á niðurstöðuna.“ Greint var frá því í fyrradag að formennirnir hefðu gætt sér á vöfflum með kaffinu, og í dag voru það pönnukökur sem urðu fyrir valinu. Bjarni veit ekki hvað verður á boðstólnum á fundi morgundagsins. „Ætli við fáum okkur ekki bara flatkökur á morgun þá.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Fundi formanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er lokið í dag og eru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson á leið í bæinn. Þetta var annar fundur formannanna í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra, og hafa þeir hreiðrað um sig í sumarbústað við Þingvallavatn ásamt aðstoðarmönnum sínum. „Við höfum byrjað á því að ræða þessi ár sem eru framundan. Hvað sé mikilvægast að hafa í huga og hvaða ráðstafanir sé nauðsynlegt að gera til þess að örva hagkerfið og loka fjárlagagatinu,“ segir Bjarni í samtali við fréttamann Vísis eftir það sem hann segir hafa verið árangursríkan fund. „Við erum ekki farnir að ræða útfærslur í neinum smáatriðum en tíminn hefur nýst vel til að fara yfir stóru myndina.“ Bjarni segir góðan samhljóm með þeim Sigmundi Davíð í helstu málaflokkum, og ríkisfjármál, skattar og efnahagsmál hafi verið rædd í víðu samhengi í dag. Enn eigi þeir eftir að fara nánar ofan í einstök atriði á borð við skuldamál heimilanna. Hann segist þó vongóður um að þeir muni ná saman í þeim málaflokki sem öðrum. „Það sem sameinar flokkana í skuldamálunum er að báðir flokkar telja nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða til að létta undir með heimilunum og taka á skuldavandanum. Það gefur mér ástæðu til að ætla að okkur muni takast að finna sameiginlegan flöt á því máli.“Einn dagur tekinn í einu Aðspurður hvort formennirnir hafi rætt skiptingu ráðuneyta og sjálft forsætisráðherraembættið segir Bjarni svo ekki vera. „Við höfum ekkert ákveðið varðandi fjölda ráðuneyta eða skiptingu þeirra milli flokkana í neinu samhengi. Það er vissulega hluti af þessum viðræðum og það kemur að því að við tökum á þeim málum, en fyrst þurfa menn að ná sameiginlegri sýn á málefnin.“ Bjarni segir formennina ekki hafa sett sér strangan tímaramma á viðræðurnar og þeir taki einn dag í einu. „Þó er það mitt mat að öðru hvorum megin við helgina hljóti að vera hægt að fá skýra mynd á niðurstöðuna.“ Greint var frá því í fyrradag að formennirnir hefðu gætt sér á vöfflum með kaffinu, og í dag voru það pönnukökur sem urðu fyrir valinu. Bjarni veit ekki hvað verður á boðstólnum á fundi morgundagsins. „Ætli við fáum okkur ekki bara flatkökur á morgun þá.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira