Erlent

Biður almenning að ráðast ekki gegn nauðgurum dóttur sinnar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Móðir Rehtaeh Parsons segir dauða hennar beina afleiðingu nauðgunarinnar.
Móðir Rehtaeh Parsons segir dauða hennar beina afleiðingu nauðgunarinnar. Mynd/Facebook
Móðir Rehtaeh Parsons, sautján ára kanadísku stúlkunnar sem fyrirfór sér í síðustu viku, biður almenning að láta drengina sem nauðguðu henni í friði.

Nauðgunin átti sér stað í heimahúsi í borginni Halifax þegar Parsons var fimmtán ára gömul og voru gerendurnir fjórir skólabræður hennar. Var stúlkan lögð í einelti eftir nauðgunina og dreifðu nauðgararnir ljósmyndum af atburðinum meðal skólasystkina sinna. Parsons náði sér aldrei andlega og hefur dauði hennar vakið heimsathygli.

Í kjölfarið barst tilkynning til kanadískra fjölmiðla frá tölvuhökkurunum í Anonymous, þar sem því er hótað að birta nöfn piltanna opinberlega, rannsaki lögreglan ekki málið með sannfærandi hætti, en rannsókn nauðgunarinnar var hætt á sínum tíma vegna skorts á sönnunargögnum.

„Ég vil að réttarkerfið refsi þessum drengjum, ekki almenningur,“ sagði móðir Parsons, en hún hefur sagt lögreglurannsóknina „hræðilega“.

„Ég vil ekki meira einelti. Rehtaeh hefði ekki viljað það og það er ekki réttlæti. Þeir þurfa að svara til saka en ég vil ekki að þeim sé gert mein.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×