Innlent

Mikil snjóflóahætta á Tröllaskaga

Mikil snjóflóðahætta er á utanverðum Tröllaskaga, eða í Fjallabyggð, að mati Veðurstofunnar.

Það er þó engin hætta í þéttbýlinu á Siglufirði og Ólafsirði, heldur er hættan utan alfaraleiða og getur ógnað  öryggi skíða- og vélsleðafólks.

Fyrr í vikunni voru tvö snjóflóð sett af stað  og nokkur hafa fallið af náttúrulegum ástæðum. Töluverðri úrkomu er spáð á svæðinu næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×