Innlent

Sérsveitamenn lærðu fallhlífarstökk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hér má sjá fallhlífastökkvarana spreyta sig.
Hér má sjá fallhlífastökkvarana spreyta sig.
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík bauð sérsveit ríkislögreglustjóra á námskeið í fallhlífarstökki á dögunum. Námskeiðið stóð yfir í viku og var um að ræða bæði bóklegt og verklegt nám. Landhelgisgæslan tók þátt í námskeiðinu og flugvélin TF-SIF var notuð við stökkin. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hefur langa reynslu á þessu sviði og hefur stundað björgunarfallhlífarstökk eftir alþjóðlegum stöðlum til margra ára.

Sérsveit ríkislögreglustjóra segir á vef lögreglnnar að þetta sé kærkomin viðbót við þá flutningsmöguleika sem fyrir hendi eru. Fallhlífarstökkið sé hugsað til þess að koma sérsveitarmönnum fljótt á vettvang þar sem þeirra er þörf. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sé vel útbúin og frábær fyrir svona verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×