Erlent

Baráttusamtökin Femen gagnrýnd af konum í múslimalöndum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Femen hafa vakið athygli fyrir berbrjósta mómæli sín víða um heim.
Femen hafa vakið athygli fyrir berbrjósta mómæli sín víða um heim.
Í kjölfar morðhótana á hendur aktívistanum Aminu Tyler boðuðu baráttusamtökin Femen, sem vakið hafa athygli fyrir berbrjósta mótmæli víða um heim, til allsherjar mótmæla þann 4. apríl.

Voru mótmælin kölluð berbrjósta „jihad" gegn kvenhatri og kúgun í múslimalöndunum og sagði í yfirlýsingu frá samtökunum „brjóst okkar eru hættulegri en steinarnir ykkar", en Tyler, sem er nítján ára aktívisti frá Túnis, fékk meðal annars hótanir þess efnis að grýta ætti hana til dauða. Hótanirnar komu í kjölfar þess að hún birti myndir af sér berbrjósta á femíníska vefsíðu.

Konur víðsvegar um heim sýndu stuðning sinn við málstaðinn í verki, og birtu myndir af sér berbrjósta á internetinu, ýmist haldandi á mótmælaskiltum eða prýddar líkamsmálningu.

En nú hefur hópur kvenna í múslimalöndunum tekið höndum saman og stofnað samtök sem berjast gegn baráttuaðferðum Femen. Nefnast samtökin „Muslim Women Against Femen" og eru konur hvattar til þess að sýna vanþóknun sína á samtökunum með myndbirtingum á samfélagsmiðlum.

Segja samtökin Femen ekki tala fyrir hönd allra kvenna og mótmæla því að fjallað sé um konur í múslimalöndunum sem einsleitan hóp kúgaðra og óhamingjusamra kvenna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.