Innlent

Dæmdar fyrir að afklæða konu og raka af henni hárið

VG skrifar
Ein kvennanna þegar þær mættu í fyrirtöku málsins fyrr í mánuðinum.
Ein kvennanna þegar þær mættu í fyrirtöku málsins fyrr í mánuðinum.
Þrjár konur voru dæmdar í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára og sú fjórða í 12 mánaða fangelsi óskilorðsbundið fangelsi fyrir grófa líkamsárás í Mosfellsbæ á síðasta ári. Sú sem hlaut þyngsta dóminn rauf skilorð vegna fíkniefnabrots sem hún var dæmd fyrir árið 2011.

Konurnar, sem er á aldrinum 20-27 ára játuðu í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun mars grófa líkamsárás með því að hafa rakað hár af fórnarlambi sínu, afklætt hana og lamið á heimili í Mosfellsbæ í janúar á síðasta ári.

Konan var sofandi þegar þær réðust á hana. Þær slógu hana ítrekað í andlitið og rökuðu svo af henni mest allt hárið með rafmagnsrakvél sem ein þeirra hafði tekið með sér. Eftir árásina neyddu þær konuna til þess að afklæðast og hótuðu henni frekara ofbeldi. Við það fór fórnarlambið úr öllum fötum nema brjóstahaldara.

Konurnar játuðu strax allar sök þegar þær voru spurðar út í ákæruatriðin. Þær mótmæltu þó bótakröfu fórnalambsins en henni var að lokum vísað frá.

Konurnar vildu koma því sérstaklega á framfæri í fyrirtöku málsins að þær sæju eftir árásinni. Engin aðalmeðferð fór fram í málinu þar sem þær játuðu sök, því er ekki ljóst hversvegna þær réðust á fórnarlamb sitt.

„Ég er búin að reyna allt til þess að fá númerið hjá henni," sagði ein þeirra í fyrirtöku málsins á meðan hinar sögðust iðrast gjörða sinna. Konurnar þurfa að greiða mál- og lögfræðikostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×