Innlent

Passið upp á farsímana

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.
Alls hafa verið skráðir 756 þjófnaðir á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári 2013. Innbrotin eru 189, eignaspjöll 257 og ofbeldisbrot 166. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þjófnuðum hefur fækkað um 7%, innbrotum um 23% og eignaspjöllum um 12% samanborið við sama tímabil í fyrra. Ofbeldisbrotum fjölgaði hins vegar um 18%.

Athygli vekur að þjófnaður í Miðborg Reykjavíkur þjókst töluvert á milli mánaðanna janúar og febrúar. Telur lögreglan þróunina rekja til þess að þjófnaður á farsímum þrefaldaðist á milli mánaða. Er þar aðallega um að ræða þjófnaði á dýrari farsímum sem áttu sér stað á veitingahúsum. Var fjölgunin sérstaklega áberandi um helgar.

Skýrslu lögreglunnar má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×