Fótbolti

Ísland upp um sex sæti á FIFA-listanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Íslenska karlalandsliðið er í 92. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag.

Liðið hækkar um sex sæti frá síðasta mánuði þó svo að hafa ekkert spilað síðan síðasti listi var gefinn út. Staða Íslands innan Evrópu breytist þó ekki en liðið er enn í 40. sæti af 53 þjóðum.

Af liðum í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 er landsliðið næstneðst. Kýpverjar eru í 133. sæti en lyfta sér upp um tvö sæti frá síðasta mánuði.

Sviss (10. sæti), Noregur (29. sæti), Slóvenía (56. sæti) og Albanía (64. sæti) eru í sama riðli en Ísland mætir Slóvenum ytra á föstudaginn í næstu viku.

Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans en aðeins ein breyting er á meðal efstu tíu. Portúgal fellur niður í sjöunda sæti en liðið deildi áður sjötta sætinu með Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×