Innlent

Akureyri hækkar gjald í sund um 17 prósent

Sundlaugin á Akureyri.
Sundlaugin á Akureyri.
Tólf sveitarfélög hafa hækkað gjaldið á stökum miða í sund fyrir fullorðna. Aðeins Fljótsdalshérað, Kópavogsbær og Sveitarfélagið Árborg eru með óbreytta gjaldskrá samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ, sem kannaði verðbreytingar á gjaldskrám sundstaða hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2012. til 1. janúar 2013.

Þar kemur í ljós að árskort fullorðinna hefur hækkað í verði hjá 10 sveitarfélögum af 15. Fljótsdalshérað, Seltjarnarnes, Kópavogsbær og Sveitarfélagið Árborg eru með óbreytta gjaldskrá en árskortið hefur lækkað í verði um 14% á Akureyri, en þar er það jafnframt dýrast. Akureyri á heiður af mestu hækkun á stakri sundferð, en hún nam 17%.

Stakt gjald í sund kostar 505 kr. að meðaltali hjá þeim sveitarfélögum sem skoðuð voru. Tólf þeirra hafa hækkað gjaldið á stakri sundferð milli ára. Mesta hækkunin er eins og áður segir, 17% hjá Akureyrarkaupstað, eða úr 470 kr. í 550 kr. Minnsta hækkunin er 4% hjá Ísafjarðarbæ eða úr 510 kr. í 530 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×