Íslenski boltinn

Sumarið í hættu hjá Pétri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pétur og liðsfélagar hans fagna marki.
Pétur og liðsfélagar hans fagna marki. Mynd/Ernir
Pétur Viðarsson mun mögulega ekkert spila með FH-ingum í Pepsi-deild karla nú á komandi leiktímabili.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að Pétur hafi orðið fyrir meiðslum í hné í leik gegn ÍA í upphafi mánaðarins og að þau hafi reynst alvarlegri en í fyrstu var talið.

„Það hefur komið í ljós að við þetta högg sem ég fékk á hnéð hafa orðið brjóskskemmdir í hnénu og það myndaðist srpunga efst í hnéskelinni," sagði Pétur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hann fari í aðgerð eða ekki.

„Sjúkraþjálfararnir sem hafa skoðað þetta segja að þeir sem hafi orðið fyrir samskonar meiðslum hafi verið frá í fimm til níu mánuði. Ef ég næ seinni helmingnum af Íslandsmótinu verður það bara bónus."

Pétur er uppalinn FH-ingur og hefur spilað alls 88 leiki með liðinu í deild og bikar, auk þess sem hann spilaði í þrettán leikjum með Víkingi sem lánsmaður árið 2008. Hann er 25 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×