Innlent

Katrín kjörin með 98% atkvæða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir á landsfundi.
Katrín Jakobsdóttir á landsfundi.
Katrín Jakobsdóttir var í dag kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með 245 atkvæðum. Fjórir seðlar voru auðir. 249 greiddu atkvæði og var Katrín því kjörin með 98% atkvæða. Hún sagði að það væri ekki hversdaslegur atburður í lífi neins manns að taka við forystu í stjórnmálaflokki.

„Ég vona að ég geti gert hreyfingunni gagn og þó einna helst öllu fólkinu í landinu," sagði Katrín. Hún sagðist vita að hún talaði fyrir hönd allra á fundinum þegar hún þakkaði Steingrími J. Sigfússyni fyrir forystuna á liðnum árum. Nú tæki hún við hvað sem öllu tali um aftursæti og framsæti liði „Vinstri hreyfingin grænt framboð er rúta," sagði hún.

Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi formaður VG, sagði eftir kjörið að það væri gæfa að eiga Katrínu. Hún væri glæsilegur fulltrúi nýrrar kynslóðar í stjórnmálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×