Fótbolti

Rodgers: Næsta mark skiptir höfuðmáli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að sitt lið eigi enn möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA.

Liverpool tapaði í kvöld fyrir Zenit St. Pétursborg í Rússlandi, 2-0, en síðari leikurinn fer fram á Anfield í næstu viku.

„Næsta mark í rimmunni mun skipta öllu máli," sagði Rodgers á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það sem veitir okkur von nú er að við sköpuðum okkur nóg af færum í kvöld til að vinna leikinn."

„Stemningin á Anfield er og hefur alltaf verið frábær og stuðningsmenn okkar munu styðja við bakið á leikmönnunum. Ef við verðum fyrri til að skora í leiknum þá komumst við á gott skrið. Það er alveg ljóst að þetta er ekki búið enn."

„Það voru auðvitað vonbrigði að hafa tapað leiknum en við getum vel skorað nokkur mörk í næstu viku og það er það sem við ætlum okkur að gera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×