Fótbolti

Tryggvi með sigurmark Fylkis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson. Mynd/Stefán
Fylkir og nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar Leiknis unnu sína leiki í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en Fram náði aðeins jafntefli á móti Völsungi. Þetta voru fyrstu leikir liðanna í deildarbikarnum í ár.

Tryggvi Guðmundsson skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu þegar Fylkir vann 1-0 sigur á Tindastól í A-deild Lengjubikarsins. Markið kom á 49. mínútu leiksins.

Birkir Björnsson og Ingólfur Örn Kristjánsson skoruðu mörk Leiknis í 2-0 sigri á Þrótti en Reykjavíkurmeistararnir unnu þarna sanngjarnan sigur.

Haukur Baldvinsson kom Fram í 1-0 á móti Völsungi á 52. mínútu en Guðmundur Óli Steingrímsson tryggði Völsungi 1-1 jafntefli með því að skora jöfnunarmarkið á 65. mínútu.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×