Fótbolti

Neymar: Fótboltinn að verða leiðinlegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brasilíska ungstirnið Neymar fékk að líta rauða spjaldið í leik með liði sínu í brasilísku deildinni um helgina.

Þetta er í fimmta sinn sem Neymar er vikið af velli en hann er 21 árs gamall. Hann fékk rautt nú fyrir að sparka í andstæðing sinn í leik með liði sínu, Santos, gegn Ponte Preta.

„Ég veit ekki hvað gerðist," sagði Neymar. „Við vorum að berjast um boltann. Svo var sparkað í mig og ég var rekinn út af. Hvorugur okkar hefði átt að fara af velli með rautt," bætti hann við.

„Fótboltinn er að verða mjög leiðinlegur - fyrir leikmenn, stuðningsmenn og sjónvarpsáhorfendur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×