Fótbolti

Ronaldinho lagði upp mark úr launsátri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brasilíumaðurinn Ronaldinho átti stórmerkilega stoðsendingu í leik lið hans Atlético Mineiro á móti São Paulo í Suður-Ameríkukeppni félagsliða á dögunum en Ronaldinho kom þá varnarmönnum mótherjanna heldur betur að óvörum.

Ronaldinho lagði upp fyrsta mark Atlético Mineiro liðsins í 2-1 sigri en það er saga að segja frá af hverju kappinn var þarna dauðafrír í vítateignum og þess utan ekki rangstæður þegar hann fékk boltann.

Ronaldinho hafði áður farið til markvarðarins Rogério Ceni og fengið hjá honum vatnssopa. Varnarmenn São Paulo áttuðu sig ekki á því að Ronaldinho væri enn að dóla sér í teignum þegar Atlético Mineiro fékk innkast. Liðsfélagi Ronaldinho var fljótur að hugsa og henti boltanum inn á Ronaldinho.

Ronaldinho þakkaði pent fyrir sig og var fljótur að leggja upp mark fyrir liðsfélaga sinn Jó (fyrrum leikmaður Manchester City) eins og sjá má hér í myndbandinu fyrir neðan. Ronaldinho hélt því fram eftir leikinn að hann hafi ekki planað þetta launsátur en hvað heldur þú?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×