Íslenski boltinn

Bjarni Ólafur samdi til þriggja ára við Val

Bjarni Ólafur er aftur kominn í Valstreyjuna.
Bjarni Ólafur er aftur kominn í Valstreyjuna. mynd/valur.is
Landsliðsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson samdi í dag við uppeldisfélag sitt, Val. Hann samdi til þriggja ára við félagið.

Bjarni Ólafur kemur til félagsins frá Stabæk í Noregi. Hann hefur einnig spilað með Silkeborg í Danmörku.

Fjölmörg félög í Pepsi-deildinni vildu semja við landsliðsbakvörðinn en hann ákvað að fara heim að Hlíðarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×