Íslenski boltinn

Hlynur Atli á leið til Þórs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Ernir
Hlynur Atli Magnússon mun spila með nýliðum Þórs í Pepsi-deild karla næsta sumar en hann mun skrifa undir tveggja ára samning um helgina.

Þetta er staðfest á heimasíðu Þórs en Hlynur Atli, sem er 22 ára gamall, var samningslaus en er uppalinn hjá Fram.

Hlynur Atli var settur á sölulista hjá Fram í haust. Eftir það ákvað hann að fara með mál sitt fyrir Samninga- og félagaskiptadeild KSÍ vegna ágreinings um launamál.

Hlynur Atli taldi sig eiga einni ógreidd laun og var tekið undir þau sjónarmið. Fékk hann því samningi sínum við Fram rift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×