Fótbolti

Oliver spilaði með aðalliði AGF

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða AGF
Oliver Sigrurjónsson, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, spilaði í dag sinn fyrsta leik með aðalliði AGF í Danmörku.

Oliver kom inn á þegar stundarfjórðungur var til loka í æfingaleik gegn Aarhus Fremad sem AGF vann, 3-2.

Fyrr í vikunni seldi AGF sóknarmanninn Aron Jóhannsson til AZ Alkmaar í Hollandi en Oliver hefur verið á mála hjá AGF í eitt og hálft ár. Hann er á átjánda aldursári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×