Fótbolti

Snoop Dogg vill leiða leikmann Celtic inn á völlinn

Snoop í búningi Celtic.
Snoop í búningi Celtic.
Rapparinn góðkunni, Snoop Dogg, sem kallar sig víst Snoop Lion, þessa dagana er mikill stuðningsmaður skoska knattspyrnuliðsins Celtic og vill kaupa í félaginu.

Gott betur en það því hann vill fá að leiða leikmann út á völlinn í Meistaradeildarleiknum gegn Juventus.

"Ég verð að komast á þann leik. Við erum búnir að bíða eftir þeim leik. Mig langar til þess að labba út á völlinn með leikmönnum eins og krakkarnir gera. Við þurfum að koma því í verk," sagði Snoop í viðtali í Dubai.

Verður áhugavert að sjá hvort rapparinn reynir að koma þessari hugmynd í framkvæmd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×