Fótbolti

Cech fingurbrotinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech.
Petr Cech. Mynd/Nordic Photos/Getty
Petr Cech verður ekki með tékkneska fótboltalandsliðinu á móti Tyrklandi í vikunni eftir að í ljós kom að hann hafði fingurbrotnað í tapi Chelsea á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Cech braut litla fingur við það að kýla boltann frá marki sínu en hann fór ekki bara í boltann heldur einnig í höfuð mótherja.

„Ég kýldi boltann en fór í höfuðið á einum Newcastle-manni. Ég hélt að þetta væri ekkert en ákvað að láta mynda þetta til öryggis. Myndirnar sýndu og fingurinn var brotinn," sagði Petr Cech

Cech hefur ekki haft heppnina með sér að undanförnu en þetta eru þriðju meiðsli hans á einum mánuði. Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn missti líka af leikjum vegna nárameiðsla sem og meiðsla á kálfa.

„2013 hefur ekki byrjað vel hjá mér en vonandi hef ég þegar tekið út minn skammt af meiðslum á þessu ári," sagði Cech.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×