Fótbolti

Van Gaal: El Shaarawy er hættulegri en Balotelli

Félagarnir í landsleik.
Félagarnir í landsleik.
Hollendingar þurfa að glíma við framherjateymi AC Milan, Mario Balotelli og Stephan El Shaarawy, er þeir mæta ítalska landsliðinu í áhugaverðum vináttulandsleik í kvöld.

Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, er hrifinn af strákunum en hefur þó meiri áhyggjur af El Shaarawy en Balotelli.

"Balotelli er frábær framherji. Liðsfélagar hans eru alltaf að sanna sig fyrir honum. Svo tapar hann nánast aldrei boltanum," sagði Van Gaal.

"Við verðum að vera á tánum því El Shaarawy er líklega hættulegri leikmaður en Balotelli."

Van Gaal hrósaði svo sínum ungliða, Adam Maher, sem fær væntanlega að vera í byrjunarliði hollenska liðsins í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×