Ummælin dæma sig sjálf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 16:00 „Þetta snýst ekki um að við séum að fela eitthvað. Við viljum bara að rétt verð komi fram. Þeir hafa ekki í einu né neinu sinnt athugasemdum sem við höfum gert. Það gildir væntanlega um aðra aðila," segir Bjarni Friðrik Jóhannesson rekstrarstjóri Nóatúns. Fjallað hefur verið um þá ákvörðun forsvarsmanna Hagkaups að draga fyrirtækið út úr verðlagskönnunum ASÍ og bætast þar með í hóp þriggja verslana sem þegar höfðu lokað á verðlagskönnun í verslunum sínum. „Kostur, Víðir og Nóatún ásamt Hagkaupum hafa formlega vísað okkur út úr sínum verslunum en aðrar verslanir hafa ekki gert það," sagði Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, í útvarpsfréttum Bylgjunnar í dag. Þó er ljóst að fleiri verslanir hafa kosið að standa utan verðkannana ASÍ. Samkaup Úrval kaus að standa utan kannana ASÍ í nóvember en verslun fyrirtækisins á Akureyri var þó með í verðkönnuninni í desember. Bjarni Friðrik segir fulltrúa Kosts og Víðis hafa riðið á vaðið á sínum tíma. „Eftir því sem aðilum á markaðnum sem kusu að draga sig út úr þessum mælingum fjölgaði þá voru meira og minna lágvöruverslanir sem voru eftir standandi fyrir utan Nóatún og Hagkaup. Þar er ekki lagt að jöfnu það þjónustustig sem veitt er í þessum verslunum og svo það sem er í gangi á hinum stöðunum," segir Bjarni Friðrik.Hann bendir á að forsvarsmenn Hagkaups og Nóatúns hafi í lengri tíma gert alvarlegar athugasemdir við það verklag sem viðhaft sé í verðlagskönnunum. „Það er eitt að hafa uppi verðlagseftirlit en það er grundvallaratriði að þær niðurstöður sem birtar eru séu réttar," segir Bjarni Friðrik. Hann bendir á að gagnrýnin snúi fyrst og fremst að því að gæði mælinga ASÍ séu ekki nándar nærri góð. „Við höfum ítrekað bent á villur í þeim niðurstöðum sem hafa verið birtar og gert athugasemdir við þær villur sem snúið hafa að okkur. ASÍ hefur að engu leyti sinnt þeim athugasemdum," segir Bjarni Friðrik. Forsvarsmenn ASÍ hafa látið hafa eftir sér í dag að verslanirnar fjórar gætu haft eitthvað að fela. Þá segir á heimasíðu ASÍ að ástæða sé til þess að vara neytendur við að versla í þessum verslunum. Ætla megi að þær leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka fulltrúa neytenda úr verslunum sínum og gera þeim ókleift að sinna sjálfsögðu aðhalds- og upplýsingahlutverki sínu. „Ég held að slík ummæli dæmi sig bara sjálf. Það er háalvarlegt mál ef ASÍ ætlar ekki að gangast við þeim misferlum eða villum í þessum verðkönnunum sem við höfum ítrekað bent á," segir Bjarni Friðrik. Þeir hafi ekkert að fela. Hann nefnir handahófskennt dæmi um aðferðir sem viðhafðar séu í viðhorfskönnunum ASÍ. „Sem dæmi má nefna epli af tegundinni Jonagold. Þá er tekið verð af slíku epli hjá okkur en allt öðrum tegundum epla hjá samkeppnisaðilanum," segir Bjarni Friðrik. Tengdar fréttir Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. 6. febrúar 2013 13:13 "Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“ "Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ. 6. febrúar 2013 14:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
„Þetta snýst ekki um að við séum að fela eitthvað. Við viljum bara að rétt verð komi fram. Þeir hafa ekki í einu né neinu sinnt athugasemdum sem við höfum gert. Það gildir væntanlega um aðra aðila," segir Bjarni Friðrik Jóhannesson rekstrarstjóri Nóatúns. Fjallað hefur verið um þá ákvörðun forsvarsmanna Hagkaups að draga fyrirtækið út úr verðlagskönnunum ASÍ og bætast þar með í hóp þriggja verslana sem þegar höfðu lokað á verðlagskönnun í verslunum sínum. „Kostur, Víðir og Nóatún ásamt Hagkaupum hafa formlega vísað okkur út úr sínum verslunum en aðrar verslanir hafa ekki gert það," sagði Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, í útvarpsfréttum Bylgjunnar í dag. Þó er ljóst að fleiri verslanir hafa kosið að standa utan verðkannana ASÍ. Samkaup Úrval kaus að standa utan kannana ASÍ í nóvember en verslun fyrirtækisins á Akureyri var þó með í verðkönnuninni í desember. Bjarni Friðrik segir fulltrúa Kosts og Víðis hafa riðið á vaðið á sínum tíma. „Eftir því sem aðilum á markaðnum sem kusu að draga sig út úr þessum mælingum fjölgaði þá voru meira og minna lágvöruverslanir sem voru eftir standandi fyrir utan Nóatún og Hagkaup. Þar er ekki lagt að jöfnu það þjónustustig sem veitt er í þessum verslunum og svo það sem er í gangi á hinum stöðunum," segir Bjarni Friðrik.Hann bendir á að forsvarsmenn Hagkaups og Nóatúns hafi í lengri tíma gert alvarlegar athugasemdir við það verklag sem viðhaft sé í verðlagskönnunum. „Það er eitt að hafa uppi verðlagseftirlit en það er grundvallaratriði að þær niðurstöður sem birtar eru séu réttar," segir Bjarni Friðrik. Hann bendir á að gagnrýnin snúi fyrst og fremst að því að gæði mælinga ASÍ séu ekki nándar nærri góð. „Við höfum ítrekað bent á villur í þeim niðurstöðum sem hafa verið birtar og gert athugasemdir við þær villur sem snúið hafa að okkur. ASÍ hefur að engu leyti sinnt þeim athugasemdum," segir Bjarni Friðrik. Forsvarsmenn ASÍ hafa látið hafa eftir sér í dag að verslanirnar fjórar gætu haft eitthvað að fela. Þá segir á heimasíðu ASÍ að ástæða sé til þess að vara neytendur við að versla í þessum verslunum. Ætla megi að þær leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka fulltrúa neytenda úr verslunum sínum og gera þeim ókleift að sinna sjálfsögðu aðhalds- og upplýsingahlutverki sínu. „Ég held að slík ummæli dæmi sig bara sjálf. Það er háalvarlegt mál ef ASÍ ætlar ekki að gangast við þeim misferlum eða villum í þessum verðkönnunum sem við höfum ítrekað bent á," segir Bjarni Friðrik. Þeir hafi ekkert að fela. Hann nefnir handahófskennt dæmi um aðferðir sem viðhafðar séu í viðhorfskönnunum ASÍ. „Sem dæmi má nefna epli af tegundinni Jonagold. Þá er tekið verð af slíku epli hjá okkur en allt öðrum tegundum epla hjá samkeppnisaðilanum," segir Bjarni Friðrik.
Tengdar fréttir Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. 6. febrúar 2013 13:13 "Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“ "Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ. 6. febrúar 2013 14:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. 6. febrúar 2013 13:13
"Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“ "Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ. 6. febrúar 2013 14:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent