Ummælin dæma sig sjálf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 16:00 „Þetta snýst ekki um að við séum að fela eitthvað. Við viljum bara að rétt verð komi fram. Þeir hafa ekki í einu né neinu sinnt athugasemdum sem við höfum gert. Það gildir væntanlega um aðra aðila," segir Bjarni Friðrik Jóhannesson rekstrarstjóri Nóatúns. Fjallað hefur verið um þá ákvörðun forsvarsmanna Hagkaups að draga fyrirtækið út úr verðlagskönnunum ASÍ og bætast þar með í hóp þriggja verslana sem þegar höfðu lokað á verðlagskönnun í verslunum sínum. „Kostur, Víðir og Nóatún ásamt Hagkaupum hafa formlega vísað okkur út úr sínum verslunum en aðrar verslanir hafa ekki gert það," sagði Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, í útvarpsfréttum Bylgjunnar í dag. Þó er ljóst að fleiri verslanir hafa kosið að standa utan verðkannana ASÍ. Samkaup Úrval kaus að standa utan kannana ASÍ í nóvember en verslun fyrirtækisins á Akureyri var þó með í verðkönnuninni í desember. Bjarni Friðrik segir fulltrúa Kosts og Víðis hafa riðið á vaðið á sínum tíma. „Eftir því sem aðilum á markaðnum sem kusu að draga sig út úr þessum mælingum fjölgaði þá voru meira og minna lágvöruverslanir sem voru eftir standandi fyrir utan Nóatún og Hagkaup. Þar er ekki lagt að jöfnu það þjónustustig sem veitt er í þessum verslunum og svo það sem er í gangi á hinum stöðunum," segir Bjarni Friðrik.Hann bendir á að forsvarsmenn Hagkaups og Nóatúns hafi í lengri tíma gert alvarlegar athugasemdir við það verklag sem viðhaft sé í verðlagskönnunum. „Það er eitt að hafa uppi verðlagseftirlit en það er grundvallaratriði að þær niðurstöður sem birtar eru séu réttar," segir Bjarni Friðrik. Hann bendir á að gagnrýnin snúi fyrst og fremst að því að gæði mælinga ASÍ séu ekki nándar nærri góð. „Við höfum ítrekað bent á villur í þeim niðurstöðum sem hafa verið birtar og gert athugasemdir við þær villur sem snúið hafa að okkur. ASÍ hefur að engu leyti sinnt þeim athugasemdum," segir Bjarni Friðrik. Forsvarsmenn ASÍ hafa látið hafa eftir sér í dag að verslanirnar fjórar gætu haft eitthvað að fela. Þá segir á heimasíðu ASÍ að ástæða sé til þess að vara neytendur við að versla í þessum verslunum. Ætla megi að þær leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka fulltrúa neytenda úr verslunum sínum og gera þeim ókleift að sinna sjálfsögðu aðhalds- og upplýsingahlutverki sínu. „Ég held að slík ummæli dæmi sig bara sjálf. Það er háalvarlegt mál ef ASÍ ætlar ekki að gangast við þeim misferlum eða villum í þessum verðkönnunum sem við höfum ítrekað bent á," segir Bjarni Friðrik. Þeir hafi ekkert að fela. Hann nefnir handahófskennt dæmi um aðferðir sem viðhafðar séu í viðhorfskönnunum ASÍ. „Sem dæmi má nefna epli af tegundinni Jonagold. Þá er tekið verð af slíku epli hjá okkur en allt öðrum tegundum epla hjá samkeppnisaðilanum," segir Bjarni Friðrik. Tengdar fréttir Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. 6. febrúar 2013 13:13 "Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“ "Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ. 6. febrúar 2013 14:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
„Þetta snýst ekki um að við séum að fela eitthvað. Við viljum bara að rétt verð komi fram. Þeir hafa ekki í einu né neinu sinnt athugasemdum sem við höfum gert. Það gildir væntanlega um aðra aðila," segir Bjarni Friðrik Jóhannesson rekstrarstjóri Nóatúns. Fjallað hefur verið um þá ákvörðun forsvarsmanna Hagkaups að draga fyrirtækið út úr verðlagskönnunum ASÍ og bætast þar með í hóp þriggja verslana sem þegar höfðu lokað á verðlagskönnun í verslunum sínum. „Kostur, Víðir og Nóatún ásamt Hagkaupum hafa formlega vísað okkur út úr sínum verslunum en aðrar verslanir hafa ekki gert það," sagði Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, í útvarpsfréttum Bylgjunnar í dag. Þó er ljóst að fleiri verslanir hafa kosið að standa utan verðkannana ASÍ. Samkaup Úrval kaus að standa utan kannana ASÍ í nóvember en verslun fyrirtækisins á Akureyri var þó með í verðkönnuninni í desember. Bjarni Friðrik segir fulltrúa Kosts og Víðis hafa riðið á vaðið á sínum tíma. „Eftir því sem aðilum á markaðnum sem kusu að draga sig út úr þessum mælingum fjölgaði þá voru meira og minna lágvöruverslanir sem voru eftir standandi fyrir utan Nóatún og Hagkaup. Þar er ekki lagt að jöfnu það þjónustustig sem veitt er í þessum verslunum og svo það sem er í gangi á hinum stöðunum," segir Bjarni Friðrik.Hann bendir á að forsvarsmenn Hagkaups og Nóatúns hafi í lengri tíma gert alvarlegar athugasemdir við það verklag sem viðhaft sé í verðlagskönnunum. „Það er eitt að hafa uppi verðlagseftirlit en það er grundvallaratriði að þær niðurstöður sem birtar eru séu réttar," segir Bjarni Friðrik. Hann bendir á að gagnrýnin snúi fyrst og fremst að því að gæði mælinga ASÍ séu ekki nándar nærri góð. „Við höfum ítrekað bent á villur í þeim niðurstöðum sem hafa verið birtar og gert athugasemdir við þær villur sem snúið hafa að okkur. ASÍ hefur að engu leyti sinnt þeim athugasemdum," segir Bjarni Friðrik. Forsvarsmenn ASÍ hafa látið hafa eftir sér í dag að verslanirnar fjórar gætu haft eitthvað að fela. Þá segir á heimasíðu ASÍ að ástæða sé til þess að vara neytendur við að versla í þessum verslunum. Ætla megi að þær leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka fulltrúa neytenda úr verslunum sínum og gera þeim ókleift að sinna sjálfsögðu aðhalds- og upplýsingahlutverki sínu. „Ég held að slík ummæli dæmi sig bara sjálf. Það er háalvarlegt mál ef ASÍ ætlar ekki að gangast við þeim misferlum eða villum í þessum verðkönnunum sem við höfum ítrekað bent á," segir Bjarni Friðrik. Þeir hafi ekkert að fela. Hann nefnir handahófskennt dæmi um aðferðir sem viðhafðar séu í viðhorfskönnunum ASÍ. „Sem dæmi má nefna epli af tegundinni Jonagold. Þá er tekið verð af slíku epli hjá okkur en allt öðrum tegundum epla hjá samkeppnisaðilanum," segir Bjarni Friðrik.
Tengdar fréttir Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. 6. febrúar 2013 13:13 "Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“ "Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ. 6. febrúar 2013 14:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. 6. febrúar 2013 13:13
"Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“ "Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ. 6. febrúar 2013 14:00