„Mál þögguð niður og dómum hagrætt“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2013 13:08 Birgir hefur litla trú á lyfjaeftirliti sem „möglunarlaust hlýðir afskiptasamri forystu". Birgir Guðjónsson, læknir og fyrrverandi formaður Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ, segir tímabært að grandskoða starf nefndarinnar og athuga hversu mörg mál hafa verið þögguð niður og hvort dómum hafi verið hagrætt. Þetta kemur fram í greininni „Lance Armstrong og ÍSÍ" sem Birgir skrifar í Fréttablaðinu í dag, en í greininni segist Birgir hafa litla trú á lyfjaeftirliti sem „möglunarlaust hlýðir afskiptasamri forystu". „Ég er að bera á þá mjög alvarlegar sakir sem ég hef gert áður. Ég ber á þá íhlutun með niðurstöðu prófa," segir Birgir í samtali við Vísi, og vísar þá til máls sem upp kom árið 2001 þegar jákvætt sýni fannst hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ. „Þarna var um að ræða skjólstæðing forsetans og það varð bókstaflega allt vitlaust." Birgir bætir því við að skjólstæðingurinn hafi tengst forstjóra ónefnds fyrirtækis, og hafi lögfræðideild fyrirtækisins farið í málið af fullri hörku. Þessi íhlutun hafi verið brot á alþjóðareglum, og í grein Birgis í dag segir hann Íþrótta- og Ólympíunefnd Íslands verið í sömu hættu og Alþjóðahjólreiðasambandið er nú, vegna lyfjamisnotkunarmáls hjólreiðamannsins Lance Armstrong. Sambandinu hafi verið hótað brottvísun frá Ólympíuleikum vegna málsins. „Ég gef það í skyn að þetta megi alveg leika aftur. Það sat fólk eftir sem var tilbúið að taka þessu," segir Birgir, en hann sagði af sér sem formaður Lyfjaeftirlitsnefndarinnar í kjölfar málsins. „Þegar það er gert einu sinni, og fólk sem sat eftir var tilbúið að þegja, þá er þetta spurningin hversu mörg tilfellin hafa verið." Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Lance Armstrong og ÍSÍ Forseti ÍSÍ segir á vefsíðu Vísis 14. janúar að lyfjaeftirlit hér sé í góðum höndum, sem svar við grein minni í Fréttablaðinu sama dag. Ég er því ósammála og hef litla trú á lyfjaeftirliti sem möglunarlaust hlýðir afskiptasamri forystu. 7. febrúar 2013 06:00 Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54 Forseti ÍSÍ: Lyfjaeftirlitið aldrei jafnvel skipað Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. 14. janúar 2013 15:47 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Birgir Guðjónsson, læknir og fyrrverandi formaður Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ, segir tímabært að grandskoða starf nefndarinnar og athuga hversu mörg mál hafa verið þögguð niður og hvort dómum hafi verið hagrætt. Þetta kemur fram í greininni „Lance Armstrong og ÍSÍ" sem Birgir skrifar í Fréttablaðinu í dag, en í greininni segist Birgir hafa litla trú á lyfjaeftirliti sem „möglunarlaust hlýðir afskiptasamri forystu". „Ég er að bera á þá mjög alvarlegar sakir sem ég hef gert áður. Ég ber á þá íhlutun með niðurstöðu prófa," segir Birgir í samtali við Vísi, og vísar þá til máls sem upp kom árið 2001 þegar jákvætt sýni fannst hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ. „Þarna var um að ræða skjólstæðing forsetans og það varð bókstaflega allt vitlaust." Birgir bætir því við að skjólstæðingurinn hafi tengst forstjóra ónefnds fyrirtækis, og hafi lögfræðideild fyrirtækisins farið í málið af fullri hörku. Þessi íhlutun hafi verið brot á alþjóðareglum, og í grein Birgis í dag segir hann Íþrótta- og Ólympíunefnd Íslands verið í sömu hættu og Alþjóðahjólreiðasambandið er nú, vegna lyfjamisnotkunarmáls hjólreiðamannsins Lance Armstrong. Sambandinu hafi verið hótað brottvísun frá Ólympíuleikum vegna málsins. „Ég gef það í skyn að þetta megi alveg leika aftur. Það sat fólk eftir sem var tilbúið að taka þessu," segir Birgir, en hann sagði af sér sem formaður Lyfjaeftirlitsnefndarinnar í kjölfar málsins. „Þegar það er gert einu sinni, og fólk sem sat eftir var tilbúið að þegja, þá er þetta spurningin hversu mörg tilfellin hafa verið."
Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Lance Armstrong og ÍSÍ Forseti ÍSÍ segir á vefsíðu Vísis 14. janúar að lyfjaeftirlit hér sé í góðum höndum, sem svar við grein minni í Fréttablaðinu sama dag. Ég er því ósammála og hef litla trú á lyfjaeftirliti sem möglunarlaust hlýðir afskiptasamri forystu. 7. febrúar 2013 06:00 Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54 Forseti ÍSÍ: Lyfjaeftirlitið aldrei jafnvel skipað Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. 14. janúar 2013 15:47 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00
Lance Armstrong og ÍSÍ Forseti ÍSÍ segir á vefsíðu Vísis 14. janúar að lyfjaeftirlit hér sé í góðum höndum, sem svar við grein minni í Fréttablaðinu sama dag. Ég er því ósammála og hef litla trú á lyfjaeftirliti sem möglunarlaust hlýðir afskiptasamri forystu. 7. febrúar 2013 06:00
Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54
Forseti ÍSÍ: Lyfjaeftirlitið aldrei jafnvel skipað Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. 14. janúar 2013 15:47