Fótbolti

Vildu ekki sjá múslimana og kveiktu í félagsheimilinu

Zaur og Gabriel eiga erfiða tíma í vændum í Jerúsalem.
Zaur og Gabriel eiga erfiða tíma í vændum í Jerúsalem.
Stuðningsmenn ísraelska liðsins Beitar Jerusalem eru allt annað en sáttir við nýjustu leikmenn liðsins. Ástæðan er sú að þeir eru múslimar. Beitar samdi við þá Zaur Sadayev og Gabriel Kadiev en þeir koma báðir frá Tsjetsjeníu.

Svo ósáttir voru stuðningsmennirnir við komu þessara leikmanna að þeir kveiktu í félagsheimili félagsins. Enginn meiddist en margir verðmætir hlutir í eigu félagsins brunnu inni.

Beitar var sektað af ísraelska knattspyrnusambandinu fyrr á tímabilinu er stuðningsmenn liðsins sungu niðrandi söngva um múslima. Þeir stóðu svo fyrir mótmælum vegna komu leikmannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×