Fótbolti

Shanghai Shenhua: Didier Drogba er enn okkar leikmaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kínverska félagið Shanghai Shenhua ætlar að berjast gegn félagsskiptum Didier Drogba til Galatasaray í Tyrklandi og telja að hann sé enn samningsbundinn í Kína.

Didier Drogba samþykkti 18 mánaða samning við tyrkneska félagið á mánudaginn. „Félagið er í miklu sjokki," sagði Shenhua, maðurinn á bak við komu Drogba til Kína.

„Drogba er ennþá leikmaður Shanghai Shenhua Football Club. Samingur hans og félagsins er enn í fullu gildi," sagði Shenhua. Didier Drogba gerði tveggja og hálfs árs samning við Shanghai Shenhua í júní 2012.

Galatasaray er búið að gefa það út að Didier Drogba kom til félagsins strax að lokinni Afríkukeppninni þar sem Drogba spilar með Fílabeinsströndinni.

„Tækifærið til að spila fyrir þetta frábæra félag var of gott til að hafna því. Ég hlakka til að spila í Meistaradeildinni á ný og fá aftur að mæta bestu félagsliðum heims," var haft eftir hinum 34 ára gamla Didier Drogba

Shanghai Shenhua ætlar að fara með málið inn á borð hjá FIFA og gera allt sitt til þess að koma í veg fyrir að Didier Drogba klári tímabilið með Galatasaray.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×