Innlent

Sex dagar til dómsdags

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhannes Karl Sveinsson er fulltrúi í lögfræðiteymi Íslands.
Jóhannes Karl Sveinsson er fulltrúi í lögfræðiteymi Íslands.
Sex dagar eru í dag þangað til að dómur verður kveðinn upp í Icesave-málinu. Utanríkismálanefnd Alþingis hitti í morgun sérfræðinga sem unnu að málsvörn Íslands fyrir EFTA dómstólnum. Fulltrúar nefndarinnar, þeir Jóhannes Karl Sveinsson hæstarréttarlögmaður og Kristján Andri Stefánsson sendiherra mættu fyrir nefndina til þess að útskýra eðli málsins fyrir nefndina og hvaða afleiðingar dómsniðurstaðan gæti haft.

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað sem kunnugt er að höfða mál gegn Íslandi í desember árið 2011. ESA telur að íslenskum stjórnvöldum hafi borið að tryggja innistæður breskra og hollenskra sparifjáreigenda sem áttu fé inni á Icesave-reikningum Landsbankans. Þá telur ESA að í því hafi falist mismunun þegar ákveðið var að tryggja innistæður í útibúum banka sem voru starfandi hér á landi, en ekki tryggja innistæður í útibúum erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×