Færri flytja til útlanda JHH skrifar 22. janúar 2013 10:18 Alls fluttust 319 fleiri frá landinu en til þess á síðasta ári. Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 1.404 fluttust úr landi umfram aðflutta. Alls fluttust 6.276 frá landinu, samanborið við 6.982 í hitteðfyrra Alls fluttust 5.957 manns til Íslands í fyrra, sem er nokkur aukning miðað við árið 2011 þegar 5.578 manns fluttu til landsins. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Íslenskir ríkisborgarar voru mun fleiri en erlendir í hópi brottfluttra, eða 4.066 á móti 2.210. Íslenskir ríkisborgarar voru einnig fleiri meðal aðfluttra en erlendir, 3.130 á móti 2.827. Alls fluttust því 936 íslenskir ríkisborgarar úr landi umfram aðflutta, á meðan aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 617 fleiri en brottfluttir.Langflestir flytja til Norðurlandanna Árið 2012 fluttust 3.015 íslenskir ríkisborgarar til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar af 4.066 alls. Flestir fluttust til Noregs, eða 1.395. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu einnig frá þessum löndum eða 2.321 af 3.130 alls, flestir þó frá Danmörku, eða 1.132. Á sama tíma fluttust flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands, eða 740 af 2.181 alls. Þaðan komu líka 886 erlendir ríkisborgarar. Þetta flutningsmynstur hefur haldist óbreytt frá því 2009, nema hvað Noregur hefur orðið hlutfallslega vinsælli meðal íslenskra ríkisborgara og dregið hefur úr vægi Póllands sem helsta áfangastaðar erlendra ríkisborgara.Unga fólkið flyst búferlum Í fyrra voru flestir brottfluttra á aldrinum 20-24 ára, flestir þó 24 ára af einstaka árgöngum. Fjölmennasti hópur aðfluttra var á aldrinum 25-29 ára og tíðasti aldur þeirra var 26 ára. Þegar tekið er tillit til fjölda brottfluttra umfram aðflutta var mest fækkun vegna fólksflutninga frá landinu í aldurshópnum 30-34 ára. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Alls fluttust 319 fleiri frá landinu en til þess á síðasta ári. Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 1.404 fluttust úr landi umfram aðflutta. Alls fluttust 6.276 frá landinu, samanborið við 6.982 í hitteðfyrra Alls fluttust 5.957 manns til Íslands í fyrra, sem er nokkur aukning miðað við árið 2011 þegar 5.578 manns fluttu til landsins. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Íslenskir ríkisborgarar voru mun fleiri en erlendir í hópi brottfluttra, eða 4.066 á móti 2.210. Íslenskir ríkisborgarar voru einnig fleiri meðal aðfluttra en erlendir, 3.130 á móti 2.827. Alls fluttust því 936 íslenskir ríkisborgarar úr landi umfram aðflutta, á meðan aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 617 fleiri en brottfluttir.Langflestir flytja til Norðurlandanna Árið 2012 fluttust 3.015 íslenskir ríkisborgarar til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar af 4.066 alls. Flestir fluttust til Noregs, eða 1.395. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu einnig frá þessum löndum eða 2.321 af 3.130 alls, flestir þó frá Danmörku, eða 1.132. Á sama tíma fluttust flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands, eða 740 af 2.181 alls. Þaðan komu líka 886 erlendir ríkisborgarar. Þetta flutningsmynstur hefur haldist óbreytt frá því 2009, nema hvað Noregur hefur orðið hlutfallslega vinsælli meðal íslenskra ríkisborgara og dregið hefur úr vægi Póllands sem helsta áfangastaðar erlendra ríkisborgara.Unga fólkið flyst búferlum Í fyrra voru flestir brottfluttra á aldrinum 20-24 ára, flestir þó 24 ára af einstaka árgöngum. Fjölmennasti hópur aðfluttra var á aldrinum 25-29 ára og tíðasti aldur þeirra var 26 ára. Þegar tekið er tillit til fjölda brottfluttra umfram aðflutta var mest fækkun vegna fólksflutninga frá landinu í aldurshópnum 30-34 ára.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira