Innlent

Lagðist ölvaður á götuna á Skaganum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Gunnar V. Andrésson
Lögreglan á Akranesi kom manni til aðstoðar aðfaranótt laugardags sem hafði lagt sig á götuna. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um mann sem lægi á akbraut í bænum að því er Vesturlandsvefurinn Skessuhorn greinir frá. Reyndist maðurinn hafa gefist upp sökum ölvunar og lagt sig á götuna. Starfsmenn lögreglunnar komu honum heim til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×