Innlent

Færri flytja úr landi

Erla Hlynsdóttir skrifar
Dregið hefur úr fólksflutningum frá Íslandi samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Enn fara flestir Íslendingar til Noregs en flestir erlendir ríkisborgarar flytja til Póllands.

Í góðærinu streymdi fólk til Íslands en árið 2009 flutti fólk til útlanda í stórum stíl. Þeim sem flytja brott hefur fækkað síðan ár frá ári og í fyrra voru aðfluttir umfram brottflutta aðeins 319.

Sem fyrr er það Noregur sem helst heilla þá sem flytja frá Íslandi. Flestir brottfluttra á síðasta ári fluttu þangað, en þó færri en áður.

Þróunin þar er því í takt við heildarþróunina, færri flytja út í heildina, og færri flytja til Noregs.

Flestir þeirra sem fluttu til landsins á síðasta ári komu frá nágrannalöndum okkar, Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Á sama tíma fluttu flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands, eða 740 af alls um 2200. Þetta er nokkur fækkun frá síðasta ári þegar héðan fluttu þúsund manns til Póllands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×