Innlent

Yfirheyrður vegna árásar á Guðjón Guðjónsson

MYND/STEFÁN
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrðu í gærkvöldi karlmann, grunaðan um að hafa ráðist á Guðjón Guðjónsson um þar síðustu helgi, handleggsbrotið hann og rænt af honum bílnum. Guðjón fannst látinn á heimili sínu fyrir viku.

Hinn grunaði var handtekinn í gærmorgun, en ekki liggur fyrir hvort hann hefur játað á sig árásina, eða hvort hann er enn í haldi lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann áður komið við sögu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×